
Nú er Bolludagurinn á mánudaginn næsta en þar sem við Íslendingar tökum allt með trompi má segja að hin árlega Bolludagshelgi sé framundan.

Við höfum alltaf haldið upp á Bolludaginn og fengið okkur nokkrar bollur, en vatnsdeigsbollur eru í uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og þá þessar klassísku með rjóma, sultu og súkkulaði.
Það er svo mikil snilld að frá Myllunni er hægt að kaupa tilbúnar vatnsdeigsbollur í næstu verslun og bolluglassúr í þremur bragðtegundum, súkkulaði, bleikan og karamellu.
Hver og einn getur svo sett saman sína eigin bollu eftir sínum smekk.
Það tók mig því ekki nema 5 mínútur að græja smá bolluveislu fyrir okkur fjölskylduna, ég þeytti rjóma og setti inn í bollurnar og á toppinn fór bolluglassúr frá Myllunni.
Nú er bara að njóta og gæða sér á gómsætri rjómabollu!