Hamingju og heilsuferð til Tossa De Mar

img_2538_fotor

Tossa De Mar er yndislegur strandbær við Costa Brava ströndina á Spáni. Ég ferðaðist þangað í maí í fyrra og ef ég á að setja upplifunina í eina setningu má með sanni segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn!

img_2500

Allir þessir litlu spænsku veitingastaðir, þröngar götur og stígar, tröppur, blómin, ilmurinn af blómunum, ferska sjávarloftið og fallega útsýnið til allra átta.

img_2497

Það er einhver yndisleg ró yfir þessum fallega stað og ég hefði ekki getað fundið betri stað til að vera á í heilsuferð þar sem ég gaf mér tíma til að hlúa að líkama og sál. Ég kom algjörlega endurnærð heim. Það eitt að ganga um þennan ævintýraheim, finna ilminn af blómunum og finna ferska sjávarloftið leika um líkamann gerði hreinlega einhver kraftaverk. Það var svo magnað að bara vera. Sjá, upplifa og njóta.

img_2498

Ég er alveg sannfærð um það að þarna eru einhverjir töfrar á ferð og ég vissi það strax að ég myndi koma aftur til Tossa De Mar. Þegar ég ferðast og heillast af staðnum sem ég heimsæki hugsa ég auðvitað oft að þangað væri gaman að koma aftur, en þessi tilfinning var sterkari en það. Ég fann að það var einhver tilgangur með þessarri ferð, eitthvað stærra sem kæmi seinna í ljós og ég held að ég viti það núna hvers vegna ég var leidd á þennan fallega stað sem ég hafði ekki einu sinni heyrt um fyrr en nokkrum mánuðum áður en ég fór þangað.

img_2156_fotor6

Ég fann mína hugarró í Tossa De Mar og frið í hjartanu.

Ég fann svo sterkt þessa tilfinningu að ég mætti gefa sjálfri mér leyfi til þess að vera frjáls, leyfa kvíða og áhyggjum að fara sína leið… og ég sá það fyrir mér þegar ég var að hugleiða á ströndinni að öldurnar kæmu til mín og tækju við öllu því sem ég vildi losna við. Það var frelsandi tilfinning og ég fann að þegar ég losnaði við kvíðann var ég tilbúin að fylla líkamann af orku og gleði í staðinn og leyfði öldunum að koma með þá orku til mín.

img_2515_fotor

Ég uppgötvaði líka magnaða aðferð við að minnka verki í líkamanum. Ég er með króníska bakverki eftir bílslys, hryggskekkju og er með gigt svo verkir eru eitthvað sem ég hef þurft að takast á við á hverjum degi í mörg ár.

En ég hef alltaf elskað að vera í hita því þá minnka verkirnir þó þeir hverfi ekki alveg, og einn daginn þegar ég var að hugleiða á ströndinni og lá í heitum sandinum og leyfði sólinni að hita mig upp fann ég einhverja ótrúlega löngun koma yfir mig að fara út í sjó að synda.

img_2482_fotor

Mér varð svo ótrúlega kalt úti í sjónum en lét mig hafa það og leyfði öldunum að bera mig með sér í einhverja stund og fór svo aftur uppá strönd. Að koma úr kuldanum aftur í sólina og hitann gerði eitthvað kraftaverk og ég fann ekki fyrir verkjum. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum, fór út í sjó í einhverjar mínútur og kældi mig niður, síðan aftur upp á strönd. Það kom einhver ótrúleg vellíðunartilfinning yfir líkamann og ég vissi bara að þetta væri aðferð sem ég ætti að gera meira af til þess að minnka verkina.

img_2518_fotor

Það er nefninlega svo magnað að hlusta á líkamann eins og ég hef lært að gera með hugleiðslu og leyfa honum að koma með lausnirnar. Þarna var líkaminn minn bara nákvæmlega að segja mér hvað ég ætti að gera á þessum tímapunkti í þessum aðstæðum til að minnka verkina.

Og það er eitt af því sem ég held að hafi gerst í þessari ferð, ég leyfði mér að vera bara hér og nú og hlusta. Ég leyfði mér að finna hvaða tilfinningar ég bar í brjósti og þó það væri sárt og hreinlega líkamlega erfitt að gefa mér leyfi til að finna fyrir erfðum minningum og sársauka var svo gott að leyfa þessu öllu að koma uppá yfirborðið, viðurkenna það og leyfa því svo að fara með öldunum þegar ég var tilbúin að sleppa.

img_1843

Á sama tíma og ég var að upplifa allar þessar tilfinningar og frið í hjartanu var ég líka að vinna í efni fyrir námskeiðið mitt, Besta útgáfan af sjálfri þér  sem ég hafði tekið ákvörðun um að búa til nokkrum mánuðum áður og byggði það á minni persónulegu reynslu af því að missa heilsuna eftir langvarandi álag og áföll í lífinu. Auk minnar reynslu nýti ég mína menntun og reynslu sem meðferðaraðila, en ég er með B.A. próf í félagsráðgjöf og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili frá Upledger Institude á Íslandi.

Í ferðinni sá ég heildarmyndina af námskeiðinu fyrir mér og hvernig ég myndi útfæra það, en ég fann það svo sterkt að ég vildi miðla því til annarra kvenna sem væru á einhvern hátt að fara í gegnum það sama og ég, að þurfa byggja sig upp, auka sjálfstraustið, finna frið og sátt við sjálfa sig og langar að verða besta útgáfan af sjálfri sér.

img_2542_fotor

Ég vissi að ég vildi hafa námskeiðið skemmtilegt, fræðandi, hvetjandi og að ég gæti veitt öðrum konum innblástur um það hvernig þær gætu fundið styrkleikana sína og látið draumana rætast.

Ég fór svo um haustið á vegum Gaman Ferða í tvær ferðir með frábæra hópa af konum sem komu á námskeiðið og eftir þær ferðir vissi ég að það væri ekki aftur snúið, það væri einhver tilgangur með þessum námskeiðum hjá mér og að það ævintýri væri bara rétt að byrja hjá mér.

img_2499

Planið var að fara í Hamingju og heilsuferð til Tossa De Mar á vegum Gaman Ferða í haust og 18 konur voru búnar að bóka sig í ferðina. En eftir fall WOW air lokaði ferðaskrifstofan Gaman Ferðir og ferðin var felld niður.

img_2497

Ég mun því vinna að því að fá nýja ferðaskrifstofu til þess að halda utan um ferðirnar mínar, en ég mun ekki hætta með námskeiðin þrátt fyrir þetta bakslag.

img_2557_fotor
Að ganga um götur Tossa De Mar er eins og að ganga um í ævintýri!

Ég verð að trúa því og treysta að ég geti farið aftur af stað með ferðirnar mínar með nýjum samstarfsaðilum, því ég veit að ferðirnar sem ég fór í sem fararstjóri og með námskeiðið mitt í fyrra voru bara upphafið af þessu stórkostlega ævintýri.

img_2563

Ég mun að sjálfsögðu láta ykkur vita um leið og ég get auglýst nýja ferð á þennan dásamlega stað, Tossa De Mar sem á alveg sérstakan stað í mínu hjarta.

img_2558_fotor

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s