South Beach Miami!

IMG_8976_Fotor.jpg

Við fjölskyldan eyddum síðustu dögum ársins á ströndinni í Miami innan um iðandi mannlíf og pálmatré. Árið 2018 var ferðaárið mikla hjá okkur og því virkilega skemmtilegt eyða síðustu dögum þess á þessum geggjaða stað.

IMG_8697_Fotor

Við keyrðum frá Orlando til Miami þar sem við eyddum jólunum með stórfjölskyldunni, en það tók um fjóra klukkutíma að keyra sem að mínu mati er frekar langt ferðalag með krakkana í bíl en það var vel þess virði því Miami er ótrúlega skemmtilegur staður að heimsækja.

IMG_8701_Fotor

Að koma til Miami frá Orlando er eins svolítið eins og að fara af elliheimili yfir í útskrifarpartý úr menntaskóla…það er allt frekar rólegt í Orlando en eins og vera í miðjum sirkus að ganga um götur Miami. Fyrsta kvöldið okkar var mjög skrautlegt þar sem við hittum fullt af fólki með páfagauka eða apa á öxlinni, dragdrottningar, fólk í allskonar búningum, heilu klappstýruliðin og fótboltakappa auk ferðamanna og innfæddra að skemmta sér á götum úti og á ströndinni.

IMG_8702_Fotor

Ljúfa lífið innan um öll pálmatrén…

IMG_8809_Fotor

Einn ískaldur í 30 stiga hita…það tilheyrir að smakka nýjan ís á nýjum stöðum.

IMG_9062_Fotor

Það vantaði ekkert upp á úrvalið….

IMG_9059_Fotor

Við vorum í tvo daga í Miami og eyddum langmestum tíma á ströndinni, en hún var risastór og algjörlega æðisleg.

IMG_8836_Fotor

Við bókuðum okkur hótel á South Beach þannig að við vorum um 5 mínútur að ganga niður að strönd frá hótelinu sem var virkilega þæginlegt.

IMG_8774_Fotor

Krökkunum fannst æði að leika á ströndinni og í sjónum, það var dásamlegt að fylgjast með þeim njóta sín í jólafríinu en ef við hefðum verið heima á Íslandi hefðu þau líklega verið úti í úlpu og snjóbuxum!

IMG_8764_Fotor

Öldurnar voru vinsælastar….

IMG_8865_Fotor.jpg

IMG_9079

Ég fékk að njóta mín í botn á South Beach, en mér líður alltaf best á ströndinni með sólina og ölduniðinn í bakgrunni. Það var bara hreint út sagt dásamlegt að eyða síðustu dögum ársins í þessari paradís.

IMG_8829_Fotor

Gaman að sjá og ganga um hina frægu götu Ocean Drive….

IMG_8822_Fotor.jpg

Skemmtilegt og litríkt umhverfi.

IMG_9046_Fotor

Við vorum staðsett í hinu fræga Art Deco hverfi á South Beach Miami, en þar eru fallegar byggingar og iðandi mannlíf. Við borðuðum á veitingastöðum við ströndina og fengum okkur svalandi drykki.

IMG_9009_Fotor

Ég fæ mér alltaf Mojito í hitanum…ferskt og gott.

IMG_9035_Fotor

Og hér var gott að slaka á…..

IMG_8825_Fotor.jpg

í hótelgarðinum okkar, sem var mjög flottur og skemmtilegur.

IMG_8828_Fotor.jpg

Hérna er sonurinn fyrir utan veitingastaðinn Naked Taco sem hefur fengið mörg verðlaun fyrir sjúklega gott Taco! Það var mjög gott.

IMG_8817_Fotor

Annars forum við bara að njóta lífsins í sólinni og samverunnar…

IMG_8952_Fotor

Það voru dýrmætar minningar skapaðar í þessarri ferð eins og í öllum okkar ferðalögum.

Allir að læra eitthvað nýtt og upplifa, njóta og leika sér. Ég finn hvað það gerir öllum í fjölskyldunni gott að taka sér frí frá vinnu, skóla og hversdagslífinu og fara saman í ferðalag.

IMG_8783_Fotor

Ég er svo þakklát fyrir þetta ferðalag, fjölskylduna mína og tímann okkar saman. Dýrmætasta gjöfin í þessu lífi er að geta eytt tíma með þeim sem maður elskar og að ferðast saman er ómetanlegt.

IMG_9078

Að lokum vil ég þakka ykkur lesendum mínum samfylgdina á árinu 2018!

Ég tek fagnandi á móti nýju ári 2019 og hlakka til þess að deila með ykkur nýjum ævintýrum, hversdagslífinu og mínum hugleiðingum. Það verða mörg spennandi verkefni hjá mér á nýju ári og ég mun leyfa ykkur að fylgjast með. En fyrst mun ég segja ykkur betur frá ævintýrum okkar hérna í Flórída eins og sundi með höfrungum og ferðum í ótrúlega skemmtigarða.

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s