Jólin okkar í Orlando

 

IMG_8306

Það má með sanni segja að jólin okkar hafi verið öðruvísi í ár, en í fyrsta skipti prófuðum við að vera erlendis um jólin og erum í Orlando Flórída.

IMG_8349_Fotor

Hér er dásamlegt að vera og mikil jólastemning en allt öðruvísi en á Íslandi. Hérna er auðvitað allt annað veðurfar og við erum ekki vön því að vera í sólbaði um jólin en það er búið að vera virkilega notalegt og skemmtileg tilbreyting.

IMG_8372_Fotor

Við fórum í Universal Studios fyrir jólin og það stóð uppúr að skoða The Wizarding World of Harry Potter sem er svakalega flottur skemmtigarður inni í Universal Studios og Universal Islands of Adventures.

IMG_8389_Fotor
Draumur að rætast hjá þessari dömu að sjá kastalann í Harry Potter garðinum

Þessi garður er alveg svakalega flottur og ótrúleg upplifun að skoða hann. Við erum búin að fara tvisvar sinnum en ætlum að fara í þriðja sinn áður en við förum heim þar sem það er endlaust nýtt að skoða þar og upplifa og mjög skemmtileg leiktæki að prófa.

IMG_8391_Fotor

Það er mikil jólastemning í Harry Potter garðinum um jólin og fallegar jólaskreytingar. Í garðinum er hægt að fara í allskonar leiktæki, leysa þrautir og galdra og upplifunin er svolítið eins og að vera inni í Harry Potter sögunni.

IMG_8368_Fotor

Það er algjörlega mögnuð upplifun að fara með lestinni í garðinn, en þetta er alvöru lest með allskonar uppákomum á leiðinni og að koma út úr lestinni inni í The Wizarding World of Harry Potter er eins og að stíga inn í alvöru ævintýraheim.

IMG_8361_Fotor

Ég mun alveg örugglega gera sér bloggfærslu um þennan garð með fleiri myndum eftir að við erum búin að skoða hann í þriðja sinn, en þetta er heill heimur útaf fyrir sig.

IMG_8138_Fotor
Morgunverðar Tacos – hrikalega gott!

Við ákváðum að fyrst við værum á annað borð ekki heima á Íslandi um jólin að halda alvöru amerísk jól og það var mjög skemmtileg upplifun. Aðfangadagur var því svolítið skrítinn að mínu mati, við fórum í bíó og út að borða á aðfangadagskvöld – ekkert eins og venjulega.

En við byrjuðum aðfangadag á uppáhalds morgunverðarstaðnum okkar hérna í Orlando sem heitir First Watch en þar er hægt að fá ótrúlega djúsí og góðan morgunmat.

IMG_8124_Fotor
Fallegu stelpurnar mínar að njóta í Orlando

Hérna er besta avókadó toast sem ég hef smakkað og ljúffeng egg.

IMG_8135_Fotor

Við fengum okkur auðvitað alvöru amerískar pönnukökur líka en það tilheyrir að prófa vinsæla rétti í hverju landi fyrir sig þegar maður ferðast.

IMG_8139_Fotor

Á aðfangadagskvöld voru svo jólasokkarnir tilbúnir fyrir Santa Claus en við fréttum af því að hann gæfi öllum börnum eitthvað fallegt á jólanótt og því var mikill spenningur að fara að sofa á aðfangadagskvöld og sjá hvort hann myndi koma við hjá okkur.

IMG_8225_Fotor.jpg

Þegar við vöknuðum á jóladagsmorgun var svo farið niður í stofu að kíkja í sokkana og hann hafði svo sannarlega komið við, með allskonar gjafir fyrir krakkana og eitthvað smá fyrir okkur foreldrana líka.

IMG_8470_Fotor_Fotor9.jpg

Við opnuðum svo jólagjafirnar frá fjölskyldunni á náttfötunum og það var virkilega gaman fyrir krakkana að þurfa ekki að bíða fram á kvöld með að opna gjafirnar.

IMG_8548_Fotor.jpg

Eftirvæntingin var mikil eftir þessum jóladegi og hann stóð svo sannarlega undir væntingum, þetta var dásamleg stund með fjölskyldunni og virkilega gaman að prófa amerísk jól í fyrsta skipti.

IMG_8580
Eftirvæntingin leynir sér ekki hjá syninum sem var ekki lengi að rífa sig úr náttfötunum og fara í Jurassic Park bolinn sem Santa Claus hafði komið með um nóttina.

Eftir að hafa opnað og skoðað jólagjafirnar fengum við okkur saman jólabrunch, vorum með ferska ávexti, heitan brauðrétt, pönnukökur og egg og beikon.

IMG_8567_Fotor

Virkilega gott og afslappað að borða eftir að pakkar voru opnaðir, ég væri alveg til í að snúa þessu við hjá okkur heima um næstu jól – opna jólagjafirnar fyrst og setjast svo niður og borða saman í rólegheitunum.

IMG_8444

Eftir pakkaopnun og jólabrunch var farið aðeins út í sundlaugagarð, slakað á og buslað í lauginni. Mjög ólíkt því sem við eigum að venjast á jóladag. En ég verð að segja að þetta var virkilega góður og skemmtilegur dagur og gaman að fá að upplifa svona öðruvísi jól en maður á að venjast heima á Íslandi.

IMG_8191

Um kvöldið vorum við síðan með alvöru jólamat, kalkúnaveislu og meðlæti sem var að sjálfsögðu toppaður með góðum eftirrétt. Krakkarnir léku sér með jólagjafirnar og við spiluðum áður en það var farið að sofa eftir langan og yndislegan jóladag.

IMG_8606

Á morgun erum við svo að fara í smá ferðalag, en við ætlum skoða okkur um og skreppa til Miami í nokkra daga og njóta lífsins í sólinni á South Beach áður en við komum aftur til Orlando og fögnum áramótunum með stórfjölskyldunni.

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s