Ævintýri um allan heim

Það má með sanni segja að síðastliðið ár hafi verið ferðaárið mikla hjá mér og fjölskyldunni en ég hef verið á miklu flakki í allskonar skemmtilegum ferðalögum.

Þetta byrjaði allt með hjónaferð og fríi til Barcelona og Sitges, næst fermingarferð með dótturinni til Boston, ég fór svo ein í jógaferð til Tossa de Mar á Spáni, þar á eftir með fjölskylduna í frí til Tenerife, fór sem fararstjóri hjá Gaman Ferðum með 25 konur í Lúxus SPA ferð til Litháen og síðan með annan hóp af frábærum konum í Dekur og draumaferð til Tenerife.

IMG_4362

Ef þú vilt skoða fleiri myndir úr einhverri ferð – smellir þú á nafn áfangastaðarins í upphafi og ferð þaðan inn á ítarlegri bloggfærslu um hverja ferð fyrir sig.

IMG_5195
Það er mjög auðvelt að gera vel við sig með góðum mat í Barcelona

Barcelona og Sitges

Vil hjónin fórum í þessa dásamlegu vikuferð fyrir ári síðan þar sem við nutum lífsins saman í sólinni og skoðuðum saman ævintýraborgina Barcelona.

IMG_4364
Saman á ströndinni í Sitges

Ég er að segja ykkur það að ein hjónaferð á ári er nauðsynleg! Njóta þess að vera tvö saman og fá smá frí frá hversdagsleikanum, vinnu, uppeldi og heimilisstörfum.

Ég mæli svo innilega með Barcelona ef þú vilt fá allt í einni ferð – sól, strönd, menningu, fallegar byggingar, listaverk og sögu.

 

IMG_0744
Í Boston er mjög skemmtilegt sjávardýrasafn fyrir alla fjölskylduna

BOSTON

Við mæðgurnar skelltum okkur til Boston í apríl en ferðin var fermingargjöf til Bryndísar frá okkur foreldrunum. Við tókum ákvörðun fyrir nokkrum árum að gefa börnunum okkar ferðalag í fermingargjöf því minningar um skemmtilega ferð eru svo dýrmætar.

IMG_0746

Stelpuferð til Boston er bara skemmtileg! Við mæðgur fórum í búðir, skoðuðum söfn, röltum um borgina, fórum á góða veitingastaði og létum tríta okkur eins og prinsessur á hótelinu, pöntuðum okkur morgunmat í rúmið og eyddum góðum tíma í að setja á okkur maska og önnur lífsnauðsynleg krem!

IMG_0741

Boston er ein af mínum allra uppáhalds borgum.

IMG_0739

Í Boston er skylda að skella sér á einn alvöru hamborgara á Shake Shack og renna honum niður með ísköldum súkkulaði sjeik….eða jarðaberja!

Við fórum líka nokkrar ferðir á The Cheesecake Factory…..þar er bara svo góður matur og margar ostakökur sem ekki má missa af…..

 

Tossa de Mar

IMG_2257

Ein besta ferð sem sem ég hef gefið sjálfri mér er jógaferðin sem ég fór í til Tossa de Mar í maí með Gaman Ferðum. Ég hafði lengi stefnt að því að fara í ferð þar sem ég gæti tekið mér gott frí og ræktað sál og líkama í fallegu umhverfi.

IMG_2500

Tossa de Mar er einn fallegasti smábær sem ég hef komið til um ævina. Það er eins og að ganga um í ævintýri að vera í Tossa de Mar…

Ég mæli innilega með ferð þangað hvort sem þig langar að fara í frí, skoðunarferð, afslöppun, jógaferð eða gönguferð.

IMG_2497

Það er líka mjög stutt að fara til fallegu borgarinnar Girona en ég fór þangað í skoðunarferð og féll algjörlega fyrir borginni sem er eins og eitt stórt listaverk.

IMG_2079 2

Næst var ferðinni haldið í fjölskyldufrí til…

Tenerife

IMG_4453
Green Garden Resort er uppáhalds fjölskylduhótelið okkar á Tenerife

Draumafrí okkar fjölskyldunnar var að fara saman til Tenerife, gista á Green Garden Resort, skemmta okkur saman í sundlaugagarði, slaka á í sólinni, fara í dýragarð og vatnsrennibrautagarð og eiga góðar samverustundir.

IMG_4739

Tenerife stóð svo sannarlega undir þessum væntingum og gott betur en það enda algjör fjölskylduparadís. Okkur hjónunum fannst það mesta fríið að vera með allt innifalið á hótelinu okkar Green Garden Resort, en þá þurftum við aldrei að versla inn, græja mat eða ganga frá…við bara skelltum okkur í mat þegar við vorum svöng og svo var farið aftur á sólbekkinn! Krakkarnir gátu svo sótt sér drykki og ís þegar þeim hentaði.

IMG_5294

Krökkunum fannst skemmtilegast að fara í Monkey Park, en þar er hægt að gefa dýrunum að borða og halda á þeim.

IMG_5018

Síðan var farið í um 120 ferðir í rennibrautunum í Siam Park og það dugði ekkert minna til en að skella sér tvisvar í garðinn á þessum tveimur vikum sem við vorum í ferðinni. Þessi rennibrautagarður er frábær fyrir alla fjölskylduna.

IMG_4851

Draumafríið í alla staði og við munum klárlega fara aftur til Tenerife þegar við þurfum á endurnærandi fjölskyldufríi að halda.

IMG_4745

Ég fór svo í mina fyrstu ferð sem fararstjóri hjá Gaman Ferðum með 25 konur í

Lúxus SPA ferð til Litháen

IMG_6422

Þessi ferð var endurnærandi fyrir líkama og sál, en við vorum í heila viku á lúxus SPA hóteli í Vilnius þar sem hægt var að fara í nudd og snyrtimeðferðir á hverjum degi, slaka á í heita pottinum og gufunni, fara í gönguferðir í dásamlega fallegu umhverfi og njóta þess að fylla líkamann af góðri orku og láta dekra við sig.

IMG_6392_Fotor

Ég er mjög mikill aðdáandi þess að slaka á í fallegri heilsulind og þetta SPA er eitt það flottasta sem ég hef á ævi minni séð.

43317197_10156798648292372_7787982322875236352_o_Fotor

Þetta SPA var ekki bara glæsilegt, það var líka allt svo faglegt og fágað hvort sem maður fór í endurnærandi nudd eða dásamlegar snyrtimeðferðir.

IMG_6497

Það var endalaust úrval af nuddmeðferðum og það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig í langan tíma var að fara daglega í mismunandi nudd. Ég meina hvernig er hægt að velja þegar það er allt í boði…

IMG_6464_Fotor

Indverskt Ayurveda nudd, aroma ilmolíunudd, klassískt nudd, tælenskt nudd, sænskt nudd, nudd í vatni, fótanudd, nudd fyrir höfuð og herðar….bara nefndu það!

IMG_6692
Við skemmtum okkur mjög vel saman í lúxus SPA ferðinni til Litháen

Ég fór svo tveimur vikum seinna með annan dásamlegan hóp kvenna í 

Dekur og draumaferð til Tenerife

IMG_7190

Í þessari dásamlegu ferð var ég með námskeiðið mitt Besta útgáfan af sjálfri þér, við hugleiddum saman á ströndinni, gerðum vel við okkur í mat og drykk og nutum alls hins besta sem Tenerife hefur uppá að bjóða.

IMG_6993

Það er alveg ótrúlega gaman að fara með svona frábæran hóp af konum í svona endurnærandi frí, það var mikið hlegið, grátið og allt þar á milli!  Þvílík forréttindi að fá að leiða hópinn sem fararstjóri og alveg yndislegt að sjá nýja vináttu verða til og skapa saman ógleymanlegar minningar.

IMG_7141

Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að vera fararstjóri og halda námskeiðið mitt fyrir svona frábærar konur í tveimur æðislegum ferðum í haust.

IMG_6839

Fyrir mig að sjá hugmynd verða að veruleika er ólýsanleg tilfinning og ég er eiginlega ekki ennþá búin að átta mig á því að þetta hafi raunverulega gerst. Ferðirnar og námskeiðin eru afrakstur mikillar vinnu en þá allra skemmtilegustu sem ég hef nokkurntímann unnið!

img_7185_fotor.jpg

Þetta ár er búið að vera draumi líkast. Ég segi það oft að líf mitt sé lifandi sönnun þess að draumar rætast ef maður trúir á þá og ég stend við stóru orðin.

Ef þú getur hugsað það – þá getur þú það!

IMG_7142

Ég mun halda áfram að lifa drauminn og ferðast um heiminn á nýju ferðaári sem er í þann mund að hefjast, en eftir nokkrar vikur erum við fjölskyldan farin á vit ævintýranna í Orlando Flórída.

Undirskrift Bjargey

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s