

Um jólin í fyrra gáfum við fjölskyldan pabba gjafabréf í þyrluflug hjá Norðurflugi þar sem við vissum að sú gjöf myndi slá í gegn hjá honum. Fyrir nokkrum dögum fór hann svo í ferðina og ég skellti mér með ásamt syninum Ingólfi Birgi.

Strákarnir mínir (já pabbi er ennþá strákur í mínum huga) skemmtu sér ótrúlega vel enda var ferðin ótrúlegt ævintýri frá upphafi til enda.
Svo ótrúlega flott þyrla sem við fórum með og Ingólfur Birgir er ennþá með stjörnur í augunum eftir að hafa fengið að fljúga með henni.
Við mæðginin alveg í skýjunum með þyrluferðina.
Ingólfi Birgir var dolfallinn yfir útsýninu úr þyrlunni. Honum fannst þetta alveg geggjað og talar ekki um annað en að fara aftur í þyrluferð.
Eins og þið sjáið var útsýnið úr þyrlunni algjörlega tryllt!
Að sjá Ísland úr lofti úr þyrlunni er mögnuð lífsreynsla og maður sér landslagið alveg í nýju ljósi.
Við vorum í skýjunum með ferðina enda ekki annað hægt eftir svona frábæra ferð og við þökkum Norðurflugi innilega fyrir þessa magnaða ævintýri.