Lúxus SPA ferð til La Pineda

109207634

Ég er ótrúlega spennt að geta sagt ykkur frá nýjustu ferðinni minni með Gaman Ferðum!

Í október er ég að fara af stað með námskeiðið mitt –

Besta útgáfan af sjálfri þér.

Ég byrja á því að fara með hóp kvenna í Lúxus SPA ferð til Litháen og síðan í Dekur og draumaferð til Tenerife í samstarfi við Gaman Ferðir. Eftirspurnin eftir námskeiðinu og ferðunum fór fram úr mínum björtustu vonum og er uppselt í þær báðar.

13943137

Gleðifréttirnar eru því þær að í samstarfi við Gaman Ferðir er ég komin með nýja ferð!

SPA og Lúxus í La Pineda á Spáni

17.- 24. maí 2019

109207872

Ég verð fararstjóri ferðarinnar og mun leiða ykkur í sannkallaða Lúxus SPA ferð til La Pineda á Spáni ásamt því að vera með námskeiðið mitt Besta útgáfan af sjálfri þér í ferðinni. Við höfum sett saman ferð fyrir konur sem býður uppá allt það besta sem hægt er að hugsa sér þegar ætlunin er að hvílast, njóta lífsins og fara í gott frí.

11670179

Ferðin er í eina viku 17.-24. maí 2019 og því á dásamlegum tíma til að fara í sólina á Spáni eftir veturinn á Íslandi.

Hótelið sem við gistum á heitir Gran Palas og er 5 stjörnu glæsihótel í La Pineda staðsett við ströndina. Gran Palas er sannkallað lúxus hótel með glæsilegri heilsulind og öll aðstaða eins og hún gerist best. Í fallegum og stórum garði hótelsins er sundlaug, sólbekkir, sólhlífar og snakkbar. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu, hlaðborð, a la carte og asískur. Morgunverður er innifalinn í verði ferðarinnar.

13943429

Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og fyrsta flokks heilsulind þar sem hægt er að gera vel við sig og panta hinar ýmsu meðferðir og nudd.

13942601

Innifalið í ferðinni er glæsilegur SPA pakki sem inniheldur:

Nudd í 50 mín útur
Salt & Sykur peeling
Súkkulaði Body Wrap
Andlitsbað

7300516380bf913762bacf19a0c45e0a

Hérna verður dásamlegt að fara í nudd og slökun…

Og ef þér finnst það hljóma vel að fara í súkkulaði Body Wrap eða svokallaðan Súkkulaðivafning þá mun það örugglega heilla þig að ég verð með súkkulaðihugleiðslu á námskeiðinu! Já þú last rétt….súkkulaðihugleiðsla!

13944162

En auk meðferðanna sem eru innifaldar í ferðinni er ótakmarkaður aðgangur að glæsilegri heilsulind hótelsins en í henni eru sundlaugar, heitir pottar og nuddpottur, margskonar gufur og nuddsturtur.

99de715105fb3a33030dfda578537ec6

Það verður því dásamlegt að láta þreytuna líða úr sér og njóta þess að láta dekra við sig í heilsulindinni á Gran Palas hótelinu.

bb9e52d3567a69a2006c2512c2ce37d7

Herbergin eru rúmgóð og nýtískulega innréttuð útbúin öllum helstu þægindum. Sjónvarp, sími, minbar, loftkæling, öryggishólf og þráðlaust net.

83691531

Þetta 5 stjörnu hótel er glæsilegt í alla staði og gæti ekki verið betra þegar maður ætlar í endurnærandi frí og gera vel við sig.

83691519

Staðsetningin er frábær því hótelið er í fallegu umhverfi við ströndina og í göngufæri við veitingastaði og verslanir.

109207627

Ströndin í La Pindeda er með gylltum silkimjúkum sandi og er einstaklega gaman að verja degi þar undir sólinni og synda í tærum sjónum. Ég mun leiða hugleiðslu á ströndinni tvo morgna í ferðinni þar sem við öndum að okkur fersku sjávarloftinu og njótum þess að vera saman á þessum fallega stað.

109502723

Hugleiðslan á ströndinni er hluti af námskeiðinu mínu en á því kenni ég aðferðir við að ná hugarró og fer yfir það hvernig við getum notað núvitund í daglegu lífi.

IMG_2231_Fotor.jpg

Á myndinni er ég að hugleiða á ströndinni í Tossa de Mar á Spáni fyrr á þessu ári. Eftir ferðina skrifaði ég niður smá hugleiðingu og ég ætla að deila henni með ykkur hér:

Ég hef aldrei áður upplifað þessa tilfinningu svo sterkt að ég sé bara hér og nú. Mér finnst ég standa á toppi veraldar og það er bara alls ekkert kalt á toppnum. Ég er ekki að fara neitt annað, þarf ekki að klára neitt. Ég er á réttum stað og hér er gott að vera.

Á þessum fallega stað er ég með gott útsýni yfir allt sem liðið er, það sem ég hef skapað, lifað og áorkað. Ég sé sigra og sorgir, fólk sem ég hef elskað, líf sem ég hef skapað og fjöll sem ég hef klifið.

Fortíðin er hluti af mér.

Núið er ég.

Framtíðin er allt sem ég mun skapa.

IMG_4119

Eitt af því sem ég vil miðla til annarra kvenna sem koma á námskeiðin til mín er að vera hér og nú og upplifa frið í hjartanu, sátt við sjálfa sig og upplifa sanna hamingju. Því það er frelsi og þannig getum við náð markmiðum okkar og látið drauma okkar rætast.

Á námskeiðinu mun ég deila því hvernig ég fór frá því að vera útkeyrð á líkama á sál, með mikla verki og vanlíðan daglega yfir í það að upplifa hugarró, vellíðan og sanna hamingju og láta ekkert stoppa mig í að láta drauma mína rætast!

Ég ætla nefninlega að segja ykkur lítið leyndarmál…

Ef þú getur hugsað það – þá getur þú það! Og það munum við fara betur í á námskeiðinu og hvernig þú getur látið þína drauma rætast.

IMG_2482_Fotor.jpg

Við ætlum ekki eingöngu að slaka á í heilsulindinni og fara saman í gegnum skemmtilegt sjálfstyrkingarnámskeið heldur ætlum við líka að njóta lífsins á Gylltu ströndinni við Miðjarðarhafið í La Pineda.

IMG_5016.jpg
Barcelona er einungis í klukkustunda fjarlægð frá La Pineda 

La Pineda strandbærinn er staðsettur í klukkustunda fjarlægð frá heimsborginni Barcelona. La Pineda er á Costa Dorada svæðinu við hliðiná hinum vinsæla ferðamannastað Salou.

La Pineda er fallegur og rólegur strandbær með notalegu andrúmslofti. Í La Pineda finnur þú fjölda góða veitingahúsa og þar er nóg af hefðbundnum spænskum réttum eins og paella og tapas. Glæsilegt úrval sjávarréttastaða sem bjóða þér uppá ferskan fisk og sjávarföng.

IMG_4242

Ég heimsótti Barcelona í fyrra og var það dásamleg upplifun enda er borgin eitt stórt listaverk með iðandi mannlífi og menningu.

Ferðin okkar til La Pineda verður því endurnærandi frí með öllu því besta, 5 stjörnu lúxus hótel með glæsilegri heilsulind, fallegur strandbær í sólinni á Spáni, skemmtilegt námskeið, hugleiðsla á ströndinni, frábær félagsskapur og þú getur komið með!

Allar nánari upplýsingar um ferðina, verð og námskeiðiðið eru hér fyrir neðan á heimasíðu Gaman Ferða:

Smelltu hér:

SPA og Lúxus í La Pineda

IMG_1843

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s