Dekur og draumaferð til Tenerife

HCA_Vista-General-H10-Costa-Adeje-Palace
Í samstarfi við Gaman Ferðir

Langar þig í endurnærandi frí þar sem þú setur sjálfa þig í fyrsta sæti?

Þá er ég með draumaferðina fyrir þig!

Piscina del hotel

Í lok október 2018 mun ég fara sem fararstjóri á vegum Gaman Ferða og leiða dásamlegan hóp kvenna til draumaeyjunnar Tenerife þar sem við munum eyða heilli viku í sólinni að hlaða okkur af góðri orku og hvíla líkama og sál í fallegu umhverfi.

Þú getur komið með!

hca_1438541275

Ég mun leiða hugleiðslu á ströndinni þar sem við getum tekið inn þá mögnuðu orku sem náttúran gefur okkur, hlustum á sjávarniðinn og öldurnar og hvílum hugann frá daglegu amstri og vinnu.

Ég veit það sjálf hversu mikilvægt það er að taka sér frí, heilsunnar vegna. Að skipta um umhverfi og fá að slaka á, njóta þess að borða góðan mat og láta dekra við sig. Mér finnst það líka alveg dásamlegt að geta farið í endurnærandi frí á sólríkan stað og fá smá frí frá íslensku veðurfari á meðan.

IMG_2231_Fotor
Hugleiðsla á ströndinni er ein mesta orkuhleðsla sem ég veit um! Hérna er ég á Spáni í maí þar sem ég hugleiddi á stöndinni alla daga í heila viku.

Piscina del hotel

Við munum dvelja á H10 Costa Adeje Palace sem er glæsilegt 4 stjörnu hótel með æðislegri sólbaðsaðstöðu, frábærum veitingastöðum og heilsulind.

Piscina del hotel

H10 Costa Adeje Palace er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett við Costa Adeje ströndina á Tenerife. Á hótelinu er gróðursæll garður með þremur sundlaugum og frábærri sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er glæsileg heilsulind og hafa þær sem koma með í ferðina ótakmarkaðann aðgang að henni, en þar eru nuddpottar, sauna, vatnsgufa og slökunaraðstaða. Greitt er þó sérstaklega fyrir meðferðir eins og nudd.

Photographer
Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á ferskan mat og frábært úrval.

Á hótelinu er stór hlaðborðsveitingastaður þar sem gestir með hálfu fæði borða morgun og kvöldverð en það er innifalið í verði ferðarinnar.

H10 hótelkeðjan er þekkt fyrir að framreiða ferskan og góðan mat. Það eru tveir aðrir veitingastaðir á hótelinu og greitt er aukalega fyrir að borða þar.

Restaurante-Sakura

Ef gestir bóka “allt innifalið” er innifalið að borða einu sinni á hvorum stað fyrir sig á meðan dvöl stendur. Nokkrir barir eru á hótelinu og á kvöldin er alltaf einhver dagskrá í gangi. Í ferðinni verðum við með skemmtilegt kokteilakvöld á hótelbarnum þar sem allir munu finna eitthvað við sitt hæfi enda mikið úrval af skemmtilegum suðrænum kokteilum og að sjálfsögðu hægt að fá óáfenga kokteila fyrir þær sem velja það.

hca_662522793
Herbergin eru björt og falleg á H10 Costa Adeje Palace

Herbergin eru rúmgóð og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, öryggishólfi og sjónvarpi svo það mun fara vel um okkur allar á meðan dvölinni stendur.

HCA_Habitacion-doble-vista-jardin

Í ferðinni verð ég með námskeiðið mitt Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt og uppbyggilegt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og upplifa sanna hamingju í sínu lífi.

Ef þú getur hugsað það – þá getur þú það!

Jákvæðar hugsanir og væntumþykja í garð okkar sjálfra auðveldar okkur að gera þær breytingar á lífinu sem við viljum.

Hvers vegna?

Ef okkur þykir vænt um okkur sjálfar viljum við að sjálfsögðu koma vel fram við okkur og hugsa vel um líkama og sál.

IMG_1843.jpg

Því meiri innri styrk sem við höfum, þeim mun auðveldara er að standa við sett markmið. Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að efla okkar innri styrk og setja athyglina á styrkleika okkar og hvernig við getum notað þá til að gera líf okkar betra.

Þú getur valið hamingju.

Þú getur valið að vera hamingjusöm. Það er ALLTAF þitt val.

Enginn annar en þú sjálf gerir þig hamingjusama.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi sátt við sjálfa sig og elski sjálfa sig skilyrðislaust en það er lykillinn að árangri í öllum þeim markmiðum sem við setjum okkur í lífinu, hvort sem þau tengist heilsu og lífsstíl, starfsframa eða í samböndum.

Piscina del hotel

Ferðin okkar til Tenerife verður sannkölluð dekur og draumaferð en ég legg mikla áherslu á það að allar konur sem koma með í ferðina fái að njóta sín, hvort sem þær koma einar í ferðina eða með ferðafélaga.

Á námskeiðinu segi ég frá því hvernig ég breytti lífi mínu og hvernig við getum látið drauma okkar raunverulega rætast.

Hvernig við getum laðað allt það góða sem okkur dreymir um til okkar. Ef þig getur dreymt það – þá getur þú það!

HCA_Vista-General-H10-Costa-Adeje-Palace

Við munum eyða heilli viku á paradísareyjunni Tenerife þar sem við munum njóta alls hins besta sem eyjan og hótelið okkar hefur uppá að bjóða og þú getur komið með! Skemmtilegt og uppbyggilegt námskeið, hugleiðsla á ströndinni, góður matur, frábær félagsskapur, slökun í heilsulindinni og sólbað í fallegum garði.

Smelltu á linkinn hér fyrir neðan og bókaðu þitt sæti núna!

DEKUR OG DRAUMAFERÐ TIL TENERIFE

Sjáumst í sólinni á Tenerife!

IMG-4961.JPG

Undirskrift Bjargey

Advertisements

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s