Blóm og blúndur

IMG_2698_Fotor

IMG_2635_Fotor
Unnið í samstarfi við Mía & Míó

Hún Auður vinkona mín opnaði nýverið litlu búðina Mía & Míó og ég er svo dolfallin fyrir þeim gullfallegu barnafötum sem hún býður uppá að ég bara verð að segja ykkur frá þeim. Þessi umfjöllun er svo sannarlega ekki kostuð þó ég hafi unnið hana í samstarfi við Mía & Míó og allt álit er mitt einlægt mat á þessum dásamlega fallegu fötum.

IMG_2639_Fotor

Mía & Míó er vefverslun sem býður upp á fallegar, hágæða vörur fyrir börn, fjölskylduna og heimilið. Auður eigandi verslunar velur vörurnar inn í búðina af kostgæfni og velur einungis vörur sem hana myndi virkilega langa í og leggur mikla vinnu í að velja gæðavörur.

IMG_2635_Fotor
Þessi galli er svo dásamlega mjúkur og fallegur

Auður velur fötin út frá uppruna, gæðum og fegurð. Hún segist halda mest upp á vörur sem koma frá sjálfbærri framleiðslu og telur það mikinn kost ef þær eru lífrænar, sérstaklega fyrir þau yngstu.

IMG_2636_Fotor

Fyrsta merkið sem Auður kom með inn í verslunina var neck & neck, en Mía & Míó var fyrsta vefverslunin í heiminum til að fá að taka það merki inn í Multibrand Concept, sem Auður segir hafa verið mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.

IMG_2676_Fotor

Fatnaðurinn frá neck & neck eru einstaklega falleg og vönduð barnaföt frá Spáni fyrir börn á aldrinum 0-12 ára og það stendur til að stækka úrvalið hjá þeim fyrir eldri börnin.

IMG_2668_Fotor
Svo fallegur kjóll á litlar dömur

Auður er ekki einungis með vandaðan fatnað í versluninni, hún býður upp á dásamlega falleg stjörnukort sem hún handmálar sjálf.

IMG_2696_Fotor_Fotormmmmm_Fotorkkkk.png

Auður segir Stjörnumerki barnsins vera vinsæla gjafavöru úr eigin framleiðslu. Byrjaði það sem saklaus, persónuleg gjöf til barns í fjölskyldunni en vakti svo mikla lukku og eftirspurn. Hægt er að fá gjafabréf fyrir Stjörnumerki barnsins og er það vinsælt fyrir sængur- og skírnargjafir.

IMG_2697_Fotor

Verslunin er einnig með úrval af fallegum fatnaði frá Kidwild Organics sem eru lífræn ungbarnaföt á 0-2 ára sem henta bæði fyrir stelpur og stráka. Hönnunin á þeim er með í einföldum en fallegum stíl og viðkoman dásamleg.

IMG_2654_Fotor
Fallegt ungbarnasett frá neck & neck

Það eru svo miklir gleðitímar hjá okkur stórfjölskyldunni um þessar mundir en í fyrra eignaðist bróðir minn og mágkona yndislegu dótturina Ólöfu Aþenu og nú er von á fleiri gleðigjöfum í fjölskylduna þar sem yngsta systir mín hún Hulda Soffía á von á sínu fyrsta barni.

IMG_2703_Fotor

Við systurnar og vinkonur Huldu Soffíu héldum Baby Shower fyrir hana um helgina og áttum yndislega stund saman þar sem við komum henni á óvart með fallegu boði og gjöfum fyrir litlu dömuna sem er væntanleg í september .

IMG_2680_Fotor

Við færðum henni þetta fallega sett frá Mía & Míó sem er alveg pínu lítið og svo ótrúlega mjúkt.

IMG_2654_Fotor

Vinkona hennar bakaði þessar guðdómlega góðu og fallegu bollakökur sem skreyttu veisluborðið.

IMG_2689_Fotor

Listaverk!

IMG_2686_Fotor_Fotor

Fallegu mæðgurnar, Ólöf Aþena og Selma mágkona mín í veislunni.

IMG_2685_Fotor

Það var að sjálfsögðu kaka líka en önnur vinkona hennar og samstarfskona bakaði þessa æðislegu köku sem var dásamlega góð.

Vinkonur hennar eru þvílíkir snillingar í bakstri!

IMG_2683_Fotor

Hulda fékk margar fallegar gjafir fyrir litlu dömuna en við gáfum henni líka þennan æðislega kjól sem fæst hjá Mía & Míó.

IMG_2666_Fotor

Ég á erfitt með mig þegar ég kemst nálægt svona fallegum barnafötum og er svo ótrúlega glöð yfir því að systkini mín eru farin að eignast börn þar sem ég er hætt barneignum og því get ég keypt eitthvað fallegt handa litlu krílunum þeirra.

IMG_2650_Fotor

Ég mæli svo sannarlega með því að þið skoðið úrvarið hjá Mía & Míó ef þið eruð að leita að fallegum barnafötum því þar finnið þið dásamlega falleg og vönduð barnaföt.

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s