Jóga í paradís

 

IMG_2231_Fotor

Ég er nýkomin heim úr dásamlegri ferð til Tossa de Mar á Spáni þar sem ég var heila viku í endurnærandi fríi.

Heil vika þar sem ég fór í jóga og hugleiðslu daglega, naut lífsins í sólinni, borðaði bara góðan mat, synti í sjónum og skoðaði þennan fallega stað.

IMG_2257

Ég hefði aldrei trúað því hversu mikil orkuhleðsla það er að vera í jóga á ströndinni umvafin klettum og með sjóinn svo nálægt að þegar ég var komin í djúpa hugleiðslu leið mér eins og ég væri í sjónum.

IMG_2518_Fotor

Að sitja hér og hugleiða er í einu orði sagt magnað!

IMG_2506

Ég er mjög mikið náttúrubarn og hef alltaf fundið mína jarðtengingu úti í náttúrunni, ég elska að vera innan um fjöll, tré og vötn og því er ég þakklát fyrir það að búa á Íslandi innan um alla þessa fallegu náttúru og hafa svona greiðan aðgang að henni. Ég er til dæmis bara 5 mínútur að ganga niður að sjó frá heimilinu mínu og þangað fer ég nánast daglega til að njóta. Hlusta á hafið og horfa á fegurðina.

IMG_2482_Fotor

Ég fór í jóga alla morgna í ferðinni en Ása Sóley jógakennari leiddi hópinn í ferðinni og var með tvo jógatíma á dag ásamt hugleiðslu.

Eftir jóga á ströndinni borðuðum við alltaf morgunverð á hótelinu okkar enda mikilvægt að næra líkamann vel eftir æfingarnar. Ekki spillti fyrir að hafa þetta geggjaða útsýni!

morgunmatur

Seinni jógatími dagsins var inni í fallegum sal á hótelinu okkar Gran Reymar þar sem við höfðum geggjað útsýni yfir hafið.

IMG_2487
Ása Sóley jógakennari

Þetta var vissulega jógaferð en hún var samt sem áður svo miklu miklu meira en bara það! Það var yndislegt að eyða heilli viku í paradís, en þessi bær – Tossa de Mar er í einu orði sagt dásamlegur!

IMG_2362_Fotor

Þessar krúttlegu götur, fallegu byggingar og blómin!

IMG_2497

Mér leið á hverjum degi eins og ég væri að ganga í gegnum eitthvað stórkostlegt ævintýri…

IMG_2499

Þvílík fegurð….

IMG_2498

Ég leiddi hugann alvarlega að því að fara bara ekkert aftur heim…

IMG_2500

Finnst ykkur það nokkuð skrítið að ég hafi verið að hugsa um að flytja bara…..

IMG_2496

Ég var alveg heilluð af þessum bæ enda er hann einn stór ævintýraheimur.

IMG_2557_Fotor

Mig langar að fara aftur bara við það að skoða þessar myndir….

IMG_2558_Fotor

Í þessum fallega bæ var líka alveg ótrúlegt úrval af góðum veitingastöðum og kaffihúsum, en ég átti alveg erfitt með að velja á hverjum degi hvar ég ætlaði að setjast niður og borða góðan mat.

IMG_2433_Fotor

Ég ætla ekkert að vera telja hvað ég borðaði margar svona pizzur í ferðinni…..

IMG_2454

Það er bara eitthvað við þunnbotna eldbakaðar pizzur með alvöru mozzarella osti og gæða áleggi….himneskt.

IMG_2076

Ég fékk mér líka nokkra svona…það er nú bara skylda að smakka allskonar ís í hitanum á  Spáni.

 

Eins og ég er alltaf að reyna predika, njótum lífsins og alls hins góða sem það hefur uppá að bjóða. Þvílíkt frelsi að vera bara til, borða það sem manni langar í og vera sáttur við sjálfan sig eins og maður er – alltaf.

IMG_1803_Fotor

Það er nefninlega alveg ótrúlegt og magnað að upplifa á eigin skinni hvaða áhrif það hefur á alla líðan og heilsu að sýna sjálfum sér kærleika. Þykja vænt um líkama sinn og hlúa að hugsunum okkar og tilfinningum.

IMG_1763

Mitt stærsta verkefni síðustu ára hefur verið að læra að standa með sjálfri mér. Alltaf. Ekki bara stundum eða kannski, heldur standa alltaf með sjálfri mér og fylgja mínu innsæi. Hlusta á hjartað því það hefur öll svörin sem maður leitar að.

 

Maður á aldrei að sætta sig við neitt minna en það allra besta fyrir sjálfan sig. Ef þér líkar ekki við vinnuna þína, hættu þá – finndu þér nýja. Ef þér líður ekki vel líkamlega – ræktaðu líkamann og hugsaðu betur um hann. Ef þér líður ekki vel á sálinni, fáðu hjálp og segðu frá. Ef það er fólk í kringum þig sem lætur þér ekki líða vel – hættu að umgangast það.

Ræktaðu sambandið við þá sem gefa þér gleði og hamingju. Vertu sú manneskja sem gefur öðrum gleði og hamingju og þannig laðar þú að þér gott fólk sem gefur til baka.

IMG_1860_Fotor

Vertu sú manneskja sem þú vilt vera, ekki vera sú manneskja sem þú heldur að aðrir vilji að þú sért. Veldu þér fallegasta blómið og þú mátt vera það!

IMG_1911_Fotor

Ég er svo þakklát fyrir þessa ferð, þetta magnaða ferðalag þar sem ég fékk tíma til að vera ein með sjálfri mér, rækta líkama og sál í þessu fallega umhverfi og koma algjörlega endurnærð heim. Tilbúin að takast á við öll þau frábæru verkefni sem ég get kallað vinnuna mína en mér líður eins og ég hafi unnið 100 milljónir í lottó þegar ég fékk það tækifæri fyrr á þessu ári að fara vinna við mitt stærsta áhugamál, ferðast, taka myndir og skrifa. Ekki nóg með það heldur fá að sameina það minni menntun og þeirri vinnu sem ég hef unnið að hörðum höndum síðustu ár og mánuði – að kenna námskeiðið mitt Besta útgáfan af sjálfri þér.

Á námskeiðinu miðla ég minni reynslu af því að fara frá vanlíðan á líkama og sál yfir í vellíðan og hamingju, hvernig á að elta draumana og láta þá rætast, fylgja innsæinu og vera alltaf maður sjálfur – því það er frelsi!

Lífið er of gott til þess að njóta þess ekki. Komdu með!

IMG_1843

Ef þú trúir á draumana þína munu þeir rætast!

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s