Lúxus SPA ferð til Litháen

17-1200x900

Viltu finna sjálfa þig, láta drauma þína rætast og verða besta útgáfan af sjálfri þér? 

Komdu með mér í magnað ferðalag þar sem þú munt kynnast sjálfri þér uppá nýtt, uppgötva skemmtilegar aðferðir við að gera líf þitt hamingjuríkara og læra að elska sjálfa þig skilyrðislaust.

Í haust þann mun ég leiða frábæran hóp kvenna í vikuferð Litháen á vegum Gaman Ferða í sannkalla Lúxus SPA ferð fyrir allar konur sem vilja endurnærandi frí og upplifa sanna hamingju í sínu lífi!

13-1200x900
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gaman Ferðir.

Við munum dvelja á hótelinu SPA Vilnius Druskininkai sem er mjög gott 4 stjörnu SPA hótel með glæsilegri heilsulind þar sem hægt verður að slaka á í ró og næði.

47669872

Við munum njóta alls hins besta sem hótelið hefur uppá að bjóða, nuddmeðferðir, heitir pottar og sundlaug, gufa, líkamsrækt og slökunarherbergi en að auki mun ég vera með námskeiðið mitt Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja auka hamingjuna í sínu lífi og láta drauma sína rætast.

47669901

Á námskeiðinu mun ég deila því hvernig ég fór frá því að vera útkeyrð á líkama á sál, með mikla verki og vanlíðan daglega yfir í það að upplifa hugarró, vellíðan og sanna hamingju og láta ekkert stoppa mig í að láta drauma mína rætast!

Ég ætla nefninlega að segja ykkur lítið leyndarmál…

Ef þú getur hugsað það – þá getur þú það!

IMG_3867

Jákvæðar hugsanir og væntumþykja í garð okkar sjálfra auðveldar okkur að gera þær breytingar á lífinu sem við viljum.

Hvers vegna?

Ef okkur þykir vænt um okkur sjálf viljum við að sjálfsögðu koma vel fram við okkur og hugsa vel um líkama og sál.

Því meiri innri styrk sem við höfum, þeim mun auðveldara er að standa við sett markmið. Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að efla okkar innri styrk og setja athyglina á styrkleika okkar og hvernig við getum notað þá til að gera líf okkar betra.

IMG_3866 (1)

Þú getur valið hamingju.

Þú getur valið að vera hamingjusöm. Það er alltaf þitt val.

Enginn annar en þú sjálf gerir þig hamingjusama.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi sátt við sjálfa sig og elski sjálfa sig skilyrðislaust en það er lykillinn að árangri í öllum þeim markmiðum sem við setjum okkur í lífinu, hvort sem þau tengist heilsu og lífsstíl, starfsframa eða í samböndum.

26166623_1772111486156707_665422868375689482_n

Á meðan við förum í það magnaða ferðalag sem sjálfsvinna er – njótum við þess að dvelja í friði og ró á þessum fallega stað og komum heim endurnærðar – tilbúnar að gera þær breytingar á lífi okkar sem við viljum til að geta látið drauma okkar rætast.

27191193

Eitt af því stærsta sem ég hef uppgötvað í minni sjálfsvinnu er að við þurfum tíma fyrir okkur sjálf, tíma til að hlaða batteríin, tíma til að vinna úr áföllum, tíma til að hugsa og vera ein með sjálfum okkur og þá er gott að fara aðeins í burtu, úr hversdagsleikanum í eitthvað allt annað og endurnærandi umhverfi.

118788993

Við þurfum að gefa okkur þennan tíma sjálf.

Hlúa að því dýrmætasta sem við eigum, líkama og sál.

Ein sú dýrmætasta gjöf sem við getum gefið okkur sjálfum er að elska okkur sjálf skilyrðislaust. Að lifa í fullkominni sátt við sjálfan sig er frelsi.

Þegar við hættum að lifa lífinu eins og við höldum að aðrir vilji að við lifum því og förum að lifa lífinu eins og við sjálf viljum getum við allt sem við ætlum okkur.

Draumar rætast ef við trúum á þá!

14605547844184_800_600

Og ef við trúum á okkur sjálf rætast draumarnir okkar.

28059194_1830957236938798_3760843896208801447_n

Í þessarri dásamlegu lúxus SPA ferð er allt innifalið! Fullt fæði, slökunarnudd, nudd í vatni, baknudd, fótanudd, tími í jóga, tveir tímar með einkaþjálfara, vatnsböð, slökun og tónlist, listasmiðja, námskeiðið Besta útgáfan af sjálfri þér ásamt vandaðri vinnubók. Ótakmarkaður aðgangur í heilsulindina, heitan pott, sundlaug, gufubað, slökunarherbergi og líkamsrækt.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu Gaman Ferða:

Lúxus SPA ferð til Litháen – Uppselt er í þessa ferð

7-1200x900

Ég get ekki beðið eftir því að fara með ykkur í endurnærandi frí á þennan dásamlega stað!

Viðtökurnar við ferðinni og námskeiðinu hafa verið frábærar og það er uppselt í fyrstu ferðina þann 1. október 2018 en ég og Gaman Ferðir erum að vinna að því að vera með nýja Lúxus SPA ferð til Litháen og látum vita um leið og hún fer í sölu.

17-1200x900

Að vera ég sjálf gefur mér frelsi til að láta drauma mína rætast og það að fá að miðla þeim fallega boðskap til ykkar gerir mig að heppnustu konu í heimi.

Komdu með í þetta magnaða ferðalag og lærðu að elska sjálfa þig eins og þú ert.

Við þurfum að vökva blóm til að þau blómstri, ekki gleyma fallegasta blóminu – sjálfri þér!

IMG_1341

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s