

Þessi árstími er svo yndislegur, þegar vorið er á næsta leyti og ég get farið að leyfa mér að hlakka til sumarsins. Það sem ég sakna sólarinnar eftir langan vetur….

Um páskana finnst mér ég geta kvatt veturinn formlega og boðið vorið velkomið. Þá er gaman að koma með smá sumar inn í stofu með því að skreyta með blómum og fallegum borðbúnaði.
Mér finnst fátt skemmtilegra en að dekka borð og skreyta, jafnvel skemmtilegra að gera fallega borðskreytingu en að elda matinn sjálfan!
Þessi dásamlegu glös og skálar eru úr nýrri heimilislínu sem fæst í Lín Design. Ég kolféll fyrir þessum fallegu vörum og finnst gaman að blanda þeim saman við það sem ég á fyrir.
Þessi bakki minnir mig á fallegt hreiður, kemur með vorið með sér inn í stofu. Og ekki skemmir fyrir að hafa glerkúpulinn yfir.

Servíettuhringirnir eru úr þessari fallegu heimilislínu sem fæst í Lín Design.
Bakkinn fæst líka í stærri stærð sem er hérna á myndinni fyrir ofan með kaffibollanum og ég notaði glerkúpulinn af honum á kökudiskinn sem ég er með á borðinu.
Nú mega páskarnir bara koma heima hjá mér….

Finnst ykkur nokkuð skrítið að ég hafi fallið fyrir þessari heimilislínu? Mér finnst þetta allt svo dásamlega fallegt. Ég er strax búin að gera fleiri útfærslur af skreytingum í huganum með þessum fallegu heimilisvörum.

Ég notaði glösin sem eru á fæti undir smá blómaskreytingu, en eins og þið vitið þá finnst mér mjög gaman að breyta notagildi hluta eftir því hvað hentar hverju sinni.
Yndislegt að hafa blóm og falleg glös í svona páskaboði, og kakan er ekki af verri endanum, ein af mínum allra uppáhalds….

Blóm og dúllerí…..fæ ekki nóg af því!
Ég vona að þið getið notað einhverjar hugmyndir að borðskreytingu fyrir páskana héðan, en það er lang skemmtilegast að leyfa hugmyndafluginu að ráða og bara gera það sem manni sjálfum finnst fallegt og passa sínu heimili.
Gleðilega páska!