Vorboðinn ljúfi

IMG_9549 (2)
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Grím Kokk

Veðrið hefur leikið við okkur á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, en þó það sé ískalt þá er vor í loftinu, sól á himni og fuglarnir syngja.

IMG_9547 (2)

Litir, birta og hiti eru mitt uppáhald. Ég á mjög erfitt með íslenskt veður, kulda og myrkur á veturna. Þannig að allt sem minnir mig á vorið og sumarið gleður mig alveg ótrúlega mikið.

IMG_9611 (2)

Þessar dásamlegu Smáfiskibollur með rjómaostafyllingu frá Grími Kokki eru í uppáhaldi hjá mér, en ég nota þær oft í veislum eða hef þær í kvöldmatinn.

IMG_9578 (2)

Ef ég set þær á veisluborðið finnst mér svakalega gott að setja Sweet Chilli sósu yfir, það gefur þeim fallegan glans og gott bragð, meira svona spari.

Þegar ég hef þær í kvöldmatinn finnst mér svakalega gott að bera þær fram með fersku salati, sætkartöflu frönskum og kaldri sósu sem ég bý til sjálf.

Hérna er uppskrift af köldu sósunni:

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 tsk Dijon sinnep
  • 1 msk hlynsíróp
  • örlítill sítrónusafi
  • salt og pipar

IMG_9582 (2)

Litríkt og hollt fyrir alla fjölskylduna, gæti ekki verið betra!

Eldhúsið fékk upplyftingu á dögunum, en ég málaði það í fallegum bláum lit og mun sýna ykkur fleiri myndir af því á næstunni. Hérna er ein mynd svo þið getið séð hversu mikið það breyttist við að vera málað, en það var svart og hvítt.

Fallegur og góður matur í litríku eldhúsi gefur lífinu svo sannarlega lit.

IMG_9510 (2)

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s