Litríkt og hollt fyrir alla fjölskylduna

IMG_8690 (3)
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Heilsurétti fjölskyldunnar

Ég elska litríkan mat sem gleður bæði líkama og sál. Það skiptir mig gríðarlega miklu máli að maturinn sem ég borða gefi mér þá næringu sem ég þarfnast og sé bragðgóður.

IMG_8754 (2)

Þessar dásamlegu Indversku grænmetisbollur frá Heilsuréttum fjölskyldunnar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér, bæði sem máltíð og einnig sem grænmetismeðlæti með öðrum mat. Það gladdi mig svo ótrúlega mikið þegar það komu tilbúnir réttir frá Heilsuréttum fjölskyldunnar á markaðinn því ég nota bækurnar þeirra mjög mikið og finnst allt frá þeim virkilega bragðgott.

IMG_8685

Helsti kosturinn við bollurnar er að maður hitar þær bara í ofni eða á pönnu og þá er maturinn tilbúinn á mjög stuttum tíma, en stundum hef ég ekki tíma til að elda frá grunni og þá er mjög þæginlegt að geta gripið í hollan og góðan rétt sem tekur enga stund að útbúa.

IMG_8696 (2)

Það skiptir mig líka máli að maturinn sem ég borða sé litríkur og fallegur, en þá er hann svo miklu betri á bragðið og skemmtilegra að borða hann.

IMG_8745 (2)

Með Indversku grænmetisbollunum fylgir döðlumauk og svo finnst mér gott að hafa með þeim ferskt salat, Naan brauð, Tikka Masala sósu og Raitha sem er niðurskorin gúrka í hreinni jógúrt og passar svo vel með öllu krydduðu.

IMG_8731 (2)

Indversku grænmetisbollurnar innihalda ekkert glútein, engan viðbættan sykur, ekkert MSG, ekkert ger og engin aukaefni. Henta vel þeim sem eru VEGAN og öllum þeim sem vilja hollan og bragðgóðan mat fyrir sig og alla fjölskylduna.

Heilsuréttir fjölskyldunnar fást meðal annars í Krónunni og Nettó um land allt.

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s