Besta útgáfan af sjálfri þér – Námskeið fyrir þig!

IMG_1843Sjálfstyrking – Núvitund – Draumar – Markmið – Hamingja

Námskeiðið Besta útgáfan af sjálfri þér er skemmtilegt og uppbyggilegt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og upplifa sanna hamingju í sínu lífi.

Ef þú getur hugsað það – þá getur þú það!

Jákvæðar hugsanir og væntumþykja í garð okkar sjálfra auðveldar okkur að gera þær breytingar á lífinu sem við viljum.

Hvers vegna?

Ef okkur þykir vænt um okkur sjálf viljum við að sjálfsögðu koma vel fram við okkur og hugsa vel um líkama og sál.

Því meiri innri styrk sem við höfum, þeim mun auðveldara er að standa við sett markmið. Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að efla okkar innri styrk og setja athyglina á styrkleika okkar og hvernig við getum notað þá til að gera líf okkar betra.

Þú getur valið hamingju.

Þú getur valið að vera hamingjusöm. Það er ALLTAF þitt val.

Enginn annar en þú sjálf gerir þig hamingjusama.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi sátt við sjálfa sig og elski sjálfa sig skilyrðislaust en það er lykillinn að árangri í öllum þeim markmiðum sem við setjum okkur í lífinu, hvort sem þau tengist heilsu og lífsstíl, starfsframa eða í samböndum.

Næstu námskeið:

Lúxus SPA ferð til Litháen

1.- 8. október 2018 – Fullbókað – UPPSELT

 

Dekur og draumaferð til Tenerife

23.- 30. október 2018 – Fullbókað – UPPSELT

 

Nýjar og spennandi ferðir árið 2019 með námskeiðinu:

17. maí -24. maí 2019

Lúxus SPA ferð til La Pineda

 

Höfundur og leiðbeinandi námskeiðsins er Bjargey Ingólfsdóttir meðferðaraðili og áhugamanneskja um hamingju og heilbrigðan lífsstíl.

Bjargey er menntuð með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili frá Upledger Institude á Íslandi.

Bjargey heldur úti heimasíðunni Bjargey & Co. þar sem hún deilir með lesendum sínum hugleiðingum um heilsu og lífsstíl ásamt áhugamálum sínum, ferðalögum, matargerð, heimili og hönnun.

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s