Besta útgáfan af sjálfri þér – Námskeið fyrir þig!

IMG_1843Sjálfstyrking – Núvitund – Draumar – Markmið – Hamingja

Námskeiðið Besta útgáfan af sjálfri þér er skemmtilegt og uppbyggilegt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og upplifa sanna hamingju í sínu lífi.

Ef þú getur hugsað það – þá getur þú það!

Jákvæðar hugsanir og væntumþykja í garð okkar sjálfra auðveldar okkur að gera þær breytingar á lífinu sem við viljum.

Hvers vegna?

Ef okkur þykir vænt um okkur sjálf viljum við að sjálfsögðu koma vel fram við okkur og hugsa vel um líkama og sál.

Því meiri innri styrk sem við höfum, þeim mun auðveldara er að standa við sett markmið. Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að efla okkar innri styrk og setja athyglina á styrkleika okkar og hvernig við getum notað þá til að gera líf okkar betra.

Þú getur valið hamingju.

Þú getur valið að vera hamingjusöm. Það er ALLTAF þitt val.

Enginn annar en þú sjálf gerir þig hamingjusama.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi sátt við sjálfa sig og elski sjálfa sig skilyrðislaust en það er lykillinn að árangri í öllum þeim markmiðum sem við setjum okkur í lífinu, hvort sem þau tengist heilsu og lífsstíl, starfsframa eða í samböndum.

Námskeið:

Lúxus SPA ferð til Litháen

1.- 8. október 2018 – Fullbókað – UPPSELT

Umsagnir þáttakenda:

“Þessi ferð var algjör draumur frá byrjun til enda. Hótelið var frábært, góð aðstaða í spa-inu og ótrúlega margar meðferðir sem hægt var að velja um. Slökunarsvæðið eftir meðferðarnar var líka algjört æði þar sem maður gat drukkið te og kíkt í bók eða litað í “mindfullness” litabækur, eða einfaldlega notið útsýnisins. Bjargey var yndislegur fararstjóri og var námskeiðið hennar “Besta útgáfan af sjálfri þér” einstaklega áhugavert og styrkjandi. Virkilega góð áminning um að maður getur allt sem maður ætlar sér. Maður kemur síðan heim full af nýrri orku, jákvæðni og úthvíld!

Jóna Dögg  Sveinbjörnsdóttir

Ég mæli alveg hiklaust með þessari ferð.”Eftir að hafa leitað í tæpt ár að sjálfstyrkingarnámskeiði sem ég treysti mér á, sá ég þessa ferð auglýsta. Þarna var námskeiðið komið sem minn hugur stóð til. Að geta sameinað það að styrkja sálina og láta dekra við sig, hvað gat verið betra? Og það stóð heima 🙂 Spaið var hreinasta paradís og námskeiðið stóð svo sannarlega undir væntingum. Er strax farin að öfunda þær sem verða svo heppnar að fara með í næstu ferðir. Takk kærlega fyrir mig 💖

Herdís Jónsdóttir

Dekur og draumaferð til Tenerife

23.- 30. október 2018 – Fullbókað – UPPSELT

Umsagnir þátttakenda:

Ég fór til Tenerife 23. okt – 30. okt 2018, með Gaman ferðum. Þar hitti ég hóp yndislegra kvenna á öllum aldri, sem komnar voru í sama tilgangi og ég, að lifa og njóta. Óhætt er að segja að “Dekur og Draumaferð” var rétt heiti á þessari ferð. Bjargey fararstjóri hélt námskeiðið sitt “Besta útgáfan af sjálfri þér” og það var virkilega uppbyggjandi og lærdómsríkt námskeið. Ég sjálf rakst á “vegg” í byrjun árs og er í kjölfarið greind m.a. með örmögnun… já örmagna í lífinu 42 ára gömul.
Ég ákvað að eftir mikla sjálfsvinnu á þessu ári að láta þessa ferð og námskeið vera lið í því að bjarga mér og sé svo sannarlega ekki eftir því. Bjargey segir einlæglega frá sínum verkefnum í lífinu og hvernig henni hefur tekist að vinna sig út úr þeim og deildi með hópnum sinni reynslu. Hún er hvetjandi fyrirlesari sem svo sannarlega hefur borið ábyrgð á eigin líðan. Vinnubókin hennar sem fylgir námskeiðinu er hnitmiðuð að því sem skiptir máli að maður horfist í augu við hjá sjálfum sér. Ég hafði of lengi horft í það sem mér fannst vera neikvætt í mínu lífi en allt í einu var ég farin að spá í hverju ég gæti verið hreykin af á lífsleiðinni og hvað mig dreymdi um í framtíðinni. Ég get því með sanni sagt að þessar ferðir sem Bjargey og Gaman Ferðir eru að bjóða upp á eru næring fyrir líkama og sál og ein af mínum bestu fjárfestingum.
Aðalbjörg G. Árnadóttir Þroskaþjálfi og
ráðgjafi hjá Aflinu.

Fór með mömmu minni í ógleymanlega dekur og draumaferð til Tenerife.
Þetta var alveg dásamleg ferð í alla staði og ferðin stóð algjörlega undir nafni.
Bjargey er yndisleg og hélt mjög vel utan um allt saman – allt alveg til fyrirmyndar.
Myndi mæla með svona ferð fyrir allar konur. Námskeiðið er frábært sem Bjargey var með og dásamlegt að fara í hugleiðslu á ströndinni, sem ég hef ekki prófað áður.
Topp félagsskapur með frábærum konum í endurnærandi ferð fyrir sál og líkama 🙂
Takk fyrir okkur!
Hildur Halldórsdóttir

Ný ferð árið 2019 með námskeiðinu:

img_2506

25. september – 2. október 2019 – FRESTAÐ

Hamingju og heilsuferð til Tossa De Mar

ATH. FERÐIN VAR FELLD NIÐUR EFTIR AÐ GAMAN FERÐIR HÆTTU STARFSEMI Í APRÍL 2019. ÉG ER AÐ VINNA Í ÞVÍ AÐ FÁ NÝJA FERÐASKRIFSTOFU TIL AÐ HALDA UTAN UM FERÐIRNAR. NÁNARI UPPLÝSINGAR VÆNTANLEGAR.

img_2538_fotor

Dagskráin í ferðinni til Tossa De Mar:

25. september
Komudagur. Flogið er með WOW air frá Keflavík til Barcelona WW626 kl 15:45-22:15. Farþegar verða keyrðir frá flugvellinum til Tossa de Mar en aksturinn tekur eina og hálfa klst.
26. september
Frjáls dagur til að hvílast eftir ferðalagið og skoða umhverfið.
Sameiginlegur kvöldverður kl 20:00 á Hótel Gran Reymar þar sem Bjargey segir frá fyrirkomulagi námskeiðsins og hópurinn kynnist.

27. september
Besta útgáfan af sjálfri þér – fyrirlestrar og vinnustofa á hótelinu kl. 10:00-12:30.
Fyrirlestur 1
Heilsa, heilbrigði og líðan.
Hvað er streita og hvaða áhrif hefur hún á líf okkar?
Fyrirlestur 2
Núvitund, sjálfsrækt og hamingja.
Hvað þarf ég og hvernig get ég aukið hamingjuna í mínu lífi?

28. september
Núvitund og hugleiðsla á ströndinni kl. 08:00 – 09:00.
14:00 Gönguferð – létt gönguferð frá Tossa de Mar yfir í næstu víkur. Cala Bona og Cala Pola. Gönguleiðin til Cala Pola er 4,5 km og hægt að taka leigbíl aftur til Tossa de Mar eða ganga aftur til baka samtals 9 km.

29. september
Frjáls dagur til að slaka á og njóta lífsins í sólinni.

30. september
Besta útgáfan af sjálfri þér – fyrirlestrar og vinnustofa á hótelinu kl. 10:00-12:30.
Fyrirlestur 3
Persónuleg markmiðasetning, skipulag og tímastjórnun.
Hvernig setjum við okkur raunhæf markmið?
Fyrirlestur 4
Styrkleikar okkar og afrek.
Hvernig verða draumar okkar að veruleika?

1. október
Núvitund og hugleiðsla á ströndinni kl. 08:00 – 09:00.
18:00 Sameiginleg gönguferð að kastalanum í Tossa De Mar og kvöldverður í miðbænum á huggulegum veitingastað. Hver og einn greiðir fyrir sig í mat og drykk.

2. október
Heimferðadagur. Frjáls dagur til að slaka á fyrir ferðalagið heim.
Skila þarf herbergjum á hádegi en gestir hafa aðgang að garði og aðstöðu hótelsins yfir daginn. Rúta sækir hópinn seinnipartinn og keyrt verður upp á flugvöll. Flug frá Barcelona til Keflavíkur WW627 kl 23:15-02:05+ 1 dag.

 

Höfundur og leiðbeinandi námskeiðsins er Bjargey Ingólfsdóttir meðferðaraðili og áhugamanneskja um hamingju og heilbrigðan lífsstíl.

Bjargey er menntuð með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili frá Upledger Institude á Íslandi.

Bjargey heldur úti heimasíðunni Bjargey & Co. þar sem hún deilir með lesendum sínum hugleiðingum um heilsu og lífsstíl ásamt áhugamálum sínum, ferðalögum, matargerð, heimili og hönnun.

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s