Ljúft og ljómandi gott í ferminguna

 

IMG_8783 (2)
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Tertugallerí Myllunnar

Það styttist heldur betur í fermingu dótturinnar, aðeins nokkrar vikur til stefnu og spennan magnast dag frá degi. Ég veit stundum ekki alveg hvort fermingarbarnið eða móðirin sé spenntari en það má….. það er ekki á hverjum degi sem frumburðurinn fermist.

IMG_8856 (2)

Í dag smökkuðum við mismunandi Tapas snittur og Kokteilsnittur frá Tertugallerí Myllunnar en við ætlum að hafa smáréttahlaðborð og þá eru góðar snittur ómissandi á veisluborðið. Það er svo gaman að hafa ólíkar snittur og bjóða upp á mismunandi útfærslur þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

IMG_8792 (3)

Kokteilsnitturnar eru klassískar og hver annarri betri, en þar sem ég er mikill aðdáandi smurbrauðs á danska vísu eru þessar alveg fullkomnar til að kæta bragðlaukana mína. Ég var komin hálfa leið til Kaupmannahafnar í huganum í dag þegar ég smakkaði þessar dásamlega góðu og fallegu snittur.

Hérna eru nánari upplýsingar um snitturnar:

Kokteilsnittur

Litaþemað sem fermingarbarnið valdi er gamaldags bleikur, hvítt og gyllt og við ætlum að hafa lifandi rósir í fermingarveislunni til að skreyta og gera hlýlegt.

Snitturnar koma á gylltum bökkum sem smellpassa inn í litaþemað og svo gera litirnir í snittunum sjálfum svo mikið fyrir heildarútlitið…..mér finnst þetta svo fallegt að ég tími því varla að borða þær!

IMG_8846 (2)

Tapas snitturnar fást í fimm mismunandi útfærslum meðal annars Vegan og þær eru hver annarri betri eins og Kokteilsnitturnar, ég smakkaði þær allar í dag og já það má með sanni segja að ég hafi verið afvelta eftirá. Það getur verið erfitt að hætta þegar maturinn er aðeins of ljúffengur!

Hérna getur þú skoðað úrvalið af Tapas snittunum:

Tapas snittur

IMG_8844 (3).JPG

Tertugallerí Myllurnar býður einnig uppá glæsilegar og góðar brauðtertur sem eru alltaf vinsælar í fermingarveislum og við vorum svo heppin að fá að gæða okkur á einni slíkri í dag.

IMG_8826 (2)

Virkilega góð brauðterta með skinku og aspas og eftir að hafa smakkað hana sammæltust allir í fjölskyldunni um að við yrðum að hafa brauðtertur í veislunni líka! Alveg ómissandi á veisluborðið. Brauðterturnar fást í sjö mismunandi tegundum og allar nánari upplýsingar um stærð og verð er að finna hér:

BrauðterturIMG_8830 (4).JPG

Glæsileg og bragðgóð.

IMG_8808 (2).JPG

Svo fallegar rósir sem við ætlum að skreyta með í veislunni.

IMG_8864 (2)

Ég er svo ótrúlega ánægð og þakklát fyrir það tækifæri að hafa fengið að smakka snitturnar og brauðtertunar frá Tertugalleríi Myllunnar í dag en allt álit á bragði og gæðum er okkar einlægt mat og þökkum við alveg kærlega fyrir okkur. Það var virkilega gaman að geta ákveðið í sameiningu með fermingarbarninu í dag hvaða veitingar við ætlum að bjóða uppá á stóra deginum í mars.

IMG_8876 (2).JPG

Og þar sem ég er mikill fagurkeri og finnst allur matur betri ef hann er fallegur og litríkur þá verð ég að viðurkenna að ég fékk smá fiðring í magann í dag þegar ég sá hversu fallegt veisluborðið verður með þessum glæsilegu snittum.

IMG_8856 (2)

Ef þið eruð í sömu hugleiðingum þá er væntanlegur Fermingarbæklingur frá Tertugalleríi Myllunnar á næstu vikum, en í honum er hægt að skoða allt úrvalið af smurbrauði og glæsilegum tertum frá þeim. Bæklingurinn verður aðgengilegur á heimasíðunni þeirra og mun berast fermingarbörnum og foreldrum þeirra á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í pósti á næstunni. Gott er að vera tímanlega í að panta veitingar fyrir ferminguna því afgreiðslufrestur getur verið lengri en vanalega vegna mikillar eftirspurnar fyrir fermingarnar.

IMG_8884

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s