Ferming dótturinnar framundan

IMG_8283 (2)

Nú styttist í fermingu dótturinnar, en Bryndís Inga mun fermast 25. mars 2018 og við erum auðvitað á fullu í hugmyndavinnu og undirbúningi enda að mörgu að huga þegar kemur að skipulagningu fyrir fermingarveislu.

IMG_8089 (2)

Við verðum með veisluna í sal svo við munum skreyta hann eitthvað til að gera fermingarveisluna persónulega og búa til fallega stemmningu. Við mæðgur erum búnar að vera skoða hugmyndir af skreytingum á Pinterest og erum að skoða hvað er til af skreytingarefni og hvað okkur langar að kaupa.

IMG_8088 (2)

Við erum spenntar fyrir því að spreyja einhverjar krukkur eða vasa og hafa í þeim lifandi blóm. Ég veit að það fæst mikið úrval af spreyjum í Slippfélaginu svo ætlum að kíkja þangað fljótlega og skoða hvað er spennandi til þar.

IMG_8093 (2)

Boðskortin eru tilbúin og eru á leiðinni í póst en við pöntuðum dásamlega falleg kort frá BH HÖNNUN en þar er hægt að fá mjög mikið af sniðugum vörum fyrir viðburði eins og fermingarveislur.

Gestabækur, límmiða fyrir kókflöskur, boðskort, límmiða á súkkulaði og margt fleira skemmtilegt.

IMG_8283 (2)

Við fengum okkur líka þessa skemmtilegu límmiða frá BH HÖNNUN en þeir passa svo flott á Hersey´s súkkulaðikossa sem við ætlum að hafa í veislunni. Skemmtilegt að hafa persónulegt sælgæti í fermingarveislunni.

IMG_8311 (2)

Svo sætt!

Hægt er að setja mynd og texta að eigin vali og panta límmiðana og boðskortin hér:

BH HÖNNUN

IMG_8307 (3)

Við verðum með kvöldverðarveislu þar sem við ætlum að bjóða upp á heitan mat, og svo verða einhverjir gómsætir eftirréttir. Hugmyndin er að hafa súkkulaðiköku sem ég er að hugsa um að baka sjálf og skreyta með lifandi blómum, eitthvað í áttina að þessum hér:

IMG_8087 (2)

Það verður spennandi að sjá hvernig köku við munum töfra fram.

IMG_8085 (2)

Daman er búin að kaupa sér fermingarkjólinn og næst á dagskrá hjá okkur er að finna fallega skó sem passa við hann.

En það er að mörgu að huga þegar kemur að undirbúningi fyrir fermingarveislu og ég tók saman smá lista yfir það sem ég er að græja þessa dagana.

Skoða salinn fyrir veisluna – skreytingar í salinn

Matur og drykkir í veisluna

Baka fermingarköku og skreyta

Fermingarmyndataka

Hanskar og sálmabók

Fermingarföt fyrir fermingarbarnið og föt á fjölskylduna 

Kaupa lifandi blóm í skreytingar rétt fyrir fermingu

Útbúa nammibar og poppbar

Gestabók

Litabækur og litir fyrir börnin sem koma í veisluna

IMG_8283 (2)

Þannig að það eru skemmtilegir tímar framundan fyrir veisluglöðu manneskjuna mig, en mér finnst fátt skemmtilegra en að skipuleggja og halda veislur. Verður gaman að sýna ykkur meira frá undirbúningnum og þegar að fermingunni sjálfri kemur, en ég mun leyfa ykkur að fylgjast með öllu ferlinu á Snapchat – bjargeyogco.

Undirskrift Bjargey

 

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s