Einfalt en fallegt

IMG_7699 (3)

Það má með sanni segja að fegurðin búi í einfaldleikanum, eða það finnst mér allavega. Ég hef alltaf heillast að skreytingum sem eru einfaldar og því að hafa fáa en fallega hluti í kringum mig. Ég myndi alls ekki telja mig vera mínimalista en hugmyndafræðin höfðar til mín á vissan hátt.

IMG_7787 (3)

Og það sem ég á við með því er að ég hrífst af einfaldleikanum. Bæði að hafa ekki of mikið af hlutum í kringum mig og einfalda lífið þegar það er hægt. Njóta líðandi stundar í stað þess að vera á hraðferð.

En tilefni þessarar færslu var einfaldlega sú að uppskriftin mín Himneskur humar var vinsælasta uppskriftin á blogginu árið 2017 og mér fannst tilvalið að leyfa réttinum að njóta sín í frægðarljómanum með þessari einföldu borðskreytingu í upphafi árs.

IMG_7785 (3)

Það kemur mér ekkert á óvart að þessi uppskrift hafi slegið í gegn þar sem þetta er uppáhalds rétturinn minn í öllum heiminum! Og ég hef ekki tölu á því hversu margir hafa sent mér skilaboð um það hversu vel heppnaður humarinn var hjá þeim eftir að hafa prófað uppskriftina og núna um jólin fékk ég margar myndir sendar af Himneskum humar á jóla- og áramótaborðum.

IMG_7713 (4)

Þegar ég lagði á borð fyrir humarveisluna okkar þá ákvað ég að nota þrjú mismunandi stell sem ég á og blanda þeim saman. Mér finnst útkoman mjög skemmtileg enda hef ég gaman að því að breyta til og búa til eitthvað nýtt.

IMG_7756 (3)

Túlípanar gera náttúrulega allt fallegra alltaf……

IMG_7726 (3)

Við fengum okkur humarsúpu í forrétt, en hún er frá Grími kokki og ég keypti hana tilbúna úti í búð. Þessi súpa er búin að vera lengi í uppáhaldi hjá okkur í fjölskyldunni, ég hita hana upp og set bara smá rjóma út hana í lokin og þá finnst mér eins og ég hafi eldað hana sjálf!

IMG_7790 (4)

Langbesta humarsúpan! Og auðvitað humarinn…

IMG_7781 (4)
Himneskur humar í epla- og hvítvínssósu

Það verður gaman að deila með ykkur nýjum uppskriftum á árinu, en ég er með fullt af hugmyndum af uppskriftum sem bíða þess að komast á bloggið.

Takk fyrir að lesa og vera svona dugleg að prófa uppskriftirnar mínar!

Undirskrift Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s