Afmælisgleði

Hrafnhildur Elsa varð 11 ára þann 8. janúar og við héldum að sjálfsögðu afmælisveislu fyrir dömuna og fengum fjölskyldu og vini í heimsókn.

IMG_7916
Fallega stelpan okkar í afmælisveislunni

Mér finnst alltaf mjög skemmtilegt að plana afmæli og halda þau en ég eyði yfirleitt mestum tíma í að ákveða og undirbúa veitingarnar.

IMG_7863 (3).JPG

Við buðum upp á allskonar veitingar í þetta sinn, vorum með brauð og álegg, osta og pestó, kaldan hamborgarhrygg og Waldorf salat.

IMG_7860 (2)

Ég bjóst ekkert endilega við því að hamborgarhryggurinn yrði vinsæll svona rétt eftir jólin en hann kláraðist!

Og hráskinkan með melónu er klassísk og alltaf vinsæl meðal gesta hjá okkur.

IMG_7892 (3)

Síðan vorum við með Satay kjúklingaspjót og heitan brauðrétt sem er alltaf vinsælastur í afmælum hjá okkur.

IMG_7890 (2)

Daman valdi klassíska súkkulaðiköku og ég gerði þessa fyrir hana.

IMG_7875 (2)

Uppskriftina finnið þið hér:

Dúnmjúk draumakaka

IMG_7895 (2)

Svo vorum við líka með kókos ístertu með heitri súkkulaðisósu og súkkulaðihjúpuð jarðaber en þau eru í uppáhaldi hjá dömunni.

IMG_7880 (3)

IMG_7871 (2)

Poppið er alltaf mjög vinsælt hjá krökkunum og gaman að setja það í svona sæt box.

IMG_7869 (3)

Daman fékk svo dásamlegar afmælisgjafir.

IMG_7887 (3)

Hún útbjó svo sjálf þennan nammi og snakkbar áður en vinkonurnar komu í afmælispartý til hennar á afmælisdaginn sjálfan.

IMG_7940 (2)

Spennt að undirbúa náttfatapartý fyrir vinkonurnar, en blöðrurnar keypti ég í Partýbúðinni.

IMG_7964 (2)

Kakan var ákveðin af dömunni mörgum mánuðum fyrir afmælið og ég sendi mynd af draumakökunni til Sætra Synda og þær græjuðu að sjálfsögðu draumakökuna fyrir afmælisdömuna enda algjörir snillingar í kökugerð.

IMG_7947 (2)

Dásamlega falleg kaka!

Algjör draumur. Afmælisbarnið sagði að þetta væri fallegasta afmæliskaka sem hún hefði á ævi sinni séð og ég skil það bara mjög vel.

IMG_7950 (2)

Og svakalega góð!

IMG_7969 (2)

Daman var í skýjunum með daginn sinn og allir fóru saddir og sælir heim eftir frábæra afmælisveislu. Þá er markmiðinu svo sannarlega náð, gleðja afmælisbarnið og hafa gaman saman.

IMG_7977

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s