

Ísbjörninn ógurlegi er mættur í herbergi sonarins!
Hann er reyndar ekki svo ógurlegur, eiginlega bara hrikalega krúttlegur…..og flottur!
Sonurinn valdi þetta fallega sett alveg sjálfur og ég skil hann mjög vel, mér finnst þessi rúmföt æðisleg! Ég hefði bara ekki trúað því hvað það setur mikinn svip á herbergið og punktinn yfir i-ið!
Mér finnst hann smellpassa í herbergið með svarta litnum sem sonurinn valdi alveg sjálfur, en hann heitir Black Raven og er frá Slippfélaginu.

Þessi flottu rúmföt eru frá Lín Design og setja svo skemmtilegan svip á herbergið.
Núna er útsala hjá Lín Design og hægt er að fá Ísbjörninn með góðum afslætti – sjá hér:

Ég veit ekki hvaðan börnin mín hafa það (hóst…) en þau hafa svakalega sterkar skoðanir á því hvernig þau vilja hafa herbergin sín. En það finnst mér bara mjög skemmtilegt og ég vil auðvitað að þau hafi sitt herbergi alveg eins og þau vilja sjálf hafa það! Þetta er þeirra griðarstaður, herbergið sem geymir þeirra leikföng, þar sem þau sofa og leika við vini sína.
Ég vona að þið hafið haft gaman að innlitinu til sonarins sem er að sjálfsögðu birt með hans leyfi.