Áramótapartý!

IMG_7617
Við systurnar og mamma á gamlárskvöld.

Ég trúi því ekki en það er víst komið nýtt ár! 2018. Hvert fór tíminn eiginlega?

IMG_7596 (2)
Allt skrautið, hattarnir og grímurnar eru úr Partýbúðinni.

En hvað sem tímanum líður þá héldum við fjölskyldan skemmtilegt áramótapartý heima hjá mömmu og pabba þar sem allir hjálpuðust að við að gera frábæra veislu.

IMG_7529

Við fengum allt skrautið í Partýbúðinni, en þangað fer ég oft fyrir veislur og partý enda er úrvalið endalaust þar!

IMG_7532

2018 blöðrurnar vöktu mikla lukku enda svakalega flottar!

IMG_7545

Mér finnst þessar servíettur æði!

IMG_7530

Við vorum svo með alvöru kalkúnaveislu með öllu tilheyrandi meðlæti, svakalega gott þó ég segi sjálf frá…..

IMG_7523

Besti matur sem ég fæ um jólin!

IMG_7561 (2)

Og allir voru saddir og sælir……

IMG_7585

Við vorum líka með æðislegan eftirrétt, alvöru áramótabombu að hætti mömmu.

IMG_7622 (2)

Síðan tókum við fullt af skemmtilegum myndum og skemmtum okkur fram á nótt.

IMG_7623 (2)

Dásamlegt kvöld!

Ég ætla að nota tækifærið og þakka VILA og VERO MODA fyrir samstarfið á árinu en við mæðgur vorum allar dressaðar frá toppi til táar í fötum frá þeim um hátíðarnar.

IMG_7610 (2)
Hrafnhildur í topp og pilsi frá VERO MODA, ég í kjól frá VILA og jakka frá VERO MODA, Bryndís í buxum og topp frá VILA.

IMG_7651 (2)

Takk VILA og VERO MODA fyrir okkur! Við elskum fötin frá ykkur.

Við hjónin fögnuðum 20 árum saman á árinu 2017. Ég vann þann stóra í lottó þegar ég fann hann, eða við fundum hvort annað. Engin orð fá því lýst hversu mikið ég elska hann og lífið okkar saman.

IMG_7655

Og þessi fjölskylda mín….mesti fjársjóðurinn. Hversu lánsöm getur ein kona orðið með þessi dásamlegu börn og eiginmann.

IMG_7654

Ég vil líka þakka ykkur öllum lesendum mínum fyrir samfylgdina árið 2017 og ég hlakka til að deila með ykkur nýju efni á nýju ári 2018.

Takk fyrir mig og gleðilegt nýtt ár!

IMG_7526

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s