Gullfalleg sængurföt frá Lín Design

IMG_7277

Í samstarfi við Lín Design ætla ég að sýna ykkur þessi gullfallegu rúmföt sem ég var að fá á hjónarúmið fyrir jólin. Eigendur verslunarinnar höfðu samband við mig og voru svo yndisleg að leyfa mér að velja mér rúmföt að eigin vali til að geta haft glænýtt á rúminu um jólin, en þau vissu hversu mikill aðdáandi rúmfatanna frá þeim ég er enda hef ég fjallað um þau á Instragram – bjargeyogco þar sem ég keypti mér dásamlegt sett hjá þeim síðasta sumar.

IMG_7254 (2)

Ég er mjög hrifin af hvítum rúmfötum en ég kolféll fyrir þessu setti, það er bara allt við það sem fær hjartað mitt til að slá aðeins hraðar!

Sængurfötin sem ég valdi heita Laufkrans og eru ljós grá með gyllingu.

Liturinn er dásamlega mjúkur og róandi, en hann tónar einstaklega vel við litinn sem við erum með á svefnherberginu, en hann heitir Sandur og er frá Slippfélaginu.

IMG_7265 (2)

Gullið í laufkransinum gerði alveg útslagið, það var ekki aftur snúið þegar ég sá hversu glæsilegt og flott þetta yrði á rúminu um hátíðarnar. Svefnherbergið fékk dásamlega upplyftingu fyrir jólin með þessum nýju rúmfötum.

IMG_7269 (2)

Þar sem að ég er svo mikil prinsessa þá sef ég með nokkra kodda. Og þess vegna finnst mér svo mikil snilld að það er hægt að kaupa margskonar stök koddaver í Lín Design og gera sitt rúm persónulegt. Ég valdi þessi hvítu klassísku koddaver á auka koddana mína og á þeim er þessi fallega áletrun…

Dreymi þig vel……

IMG_7261 (3).JPG

Yndislegt að fá svona falleg skilaboð áður en maður leggst á koddann á kvöldin.

IMG_7273 (2)

Rúmfötin frá Lín Design eru ekki bara guðdómlega falleg heldur eru þau líka mjúk og notaleg, en bómullin sem notuð er við framleiðslu þeirra er sérvalin Pima bómull sem er ein vandaðasta bómullargerðin. Í henni eru bómullarstönglarnir lengri en í öðrum gerðum bómullar og því verður hún mýkri og þéttari.

Þetta gullfallega sett kemur í vönduðum sérsaumuðum taupoka sem hægt er svo að setja púðafyllingu í og nota sem púða með settinu. Það finnst mér vera frábær nýting og umhverfisvæn, og ekki spillir það fyrir að fá púða í stíl við settið til að fegra svefnherbergið enn meira.

IMG_7277

Ég er alveg í skýjunum með þetta gullfallega sett frá Lín Design og ég mæli svo sannarlega með rúmfötunum frá þeim enda eru þau vönduð, þæginleg og virkilega falleg.

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s