Ég fæ jólagjöf….

IMG_7118 (2)

Í samstarfi við verslunina FOTIA ætla ég að sýna ykkur æðislegar húðvörur frá First Aid Beauty sem hægt er að fá í glæsilegum gjafakassa fyrir jólin.

IMG_7122 (3).JPG

Þessi glæsilegi gjafakassi inniheldur hið dásamlega góða rakakrem ULTRA REPAIR CREAM sem má bæði nota á andlit og líkama og veitir góða vörn og raka fyrir allar húðtegundir en hentar einstaklega vel viðkvæmri húð. Í gjafakassanum er einnig andlitshreinsir FACE CLEANSER og rakapúðar FACIAL RADIANCE PADS sem gefa góðan raka og ljóma. Einnig er dásamlegt andlits serum, ULTRA REPAIR HYDRATING SERUM en það nærir og verndar húðina ásamt því að draga úr fínum línum og gefa húðinni jafnari áferð. Að lokum er æðsilegur varasalvi, ULTRA REPAIR INTENSIVE LIP BALM sem er nauðsynlegur að nota í kuldanum til að vernda varirnar og koma í veg fyrir varaþurrk.

Það sem mér finnst vera svo mikil snilld við þessar vörur frá First Aid Beauty er að þær henta öllum aldri, ég er mjög hrifin af þeim og finnst þær henta minni húð mjög vel, en svo er stelpan mín á unglingsaldri líka mjög ánægð með þær og finnst hreinsikremið mjög gott og púðarnir æðislegir. Þannig að þessi gjafakassi hentar öllum aldri og er frábær jólagjöf.

Gjafakassinn kostar 7990 kr. og fæst hérna:

First Aid Beauty gjafakassi

IMG_7139 (3)

Önnur sniðug hugmynd að jólagjöf er þetta geggjaða augnkrem frá First Aid Beauty

EYE DUTY TRIPLE REMEDY OVER NIGHT BALM

Ég er búin að vera prófa þetta æðislega krem og það sem mér finnst það gera fyrir mína húð og augnsvæði að það dregur úr baugum og þreytulegu útliti í kringum augun ásamt því að vera þæginlega frískandi og kælandi. Ég get svo sannarlega mælt með því fyrir alla sem eru að leita að góðu augnkremi.

IMG_7131 (3).JPG

Það eru til nokkrar týpur og stærðir af þessum flottu gjafakössum svo það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi hjá FOTIA og einnig er hægt að skoða og kaupa allar gerðir af gjafakössunum inni á heimasíðunni þeirra FOTIA.IS

Undirskrift Bjargey

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s