
Ég var að baka smákökur í gærkvöldi fyrir krakkana, en þau máttu koma með sparinesti í skólann í dag og báðu mig um að gera hina sívinsælu lakkrístoppa sem ég gerði að sjálfsögðu handa þeim. Á meðan bakstrinum stóð datt mér í hug að breyta aðeins uppskriftinni og gera eitthvað nýtt og spennandi og útkoman varð himneskir lakkrískonfekt toppar með Nóa Síríus Bismark rjómasúkkulaði.
Uppskrift:
3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
300 gr. Appollo lakkrískonfekt
150 gr. Nóa Síríus Bismark rjómasúkkulaði
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.
Saxið súkkulaðið og lakkrískonfektið í hæfilega stóra bita.
Blandið lakkrískonfekti og súkkulaðinu varlega saman við stífþeyttu marengsblönduna.
Látið á plötu með skeið.
Bakið í miðjum ofni á blæstri við 150°C í 20 mínútur, en fylgist vel með því hiti og tími getur verið mismunandi eftir ofnum.
Njótið svo með ykkar uppáhalds fólki því þið munið ekki tíma að gefa neinum öðrum með ykkur!
Ég lofa að þessir eru sjúklega góðir.