Jólagjöf frá Omnom Chocolate

IMG_6587 (2)

Ég er mjög mikill súkkulaðiunnandi og því datt ég algjörlega í lukkupottinn þegar Omnom Chocolate Reykjavík bauð mér að koma í heimsókn til þeirra í sælkerabúðina að Hólmaslóð 4 og velja mér mitt uppáhaldssúkkulaði í jólagjöf.

IMG_6581 (2)

Þar sem að súkkulaðið frá þeim er hvert öðru betra átti ég mjög erfitt með að velja! En það kom ekki að sök því það er hægt að velja nokkrar tegundir af mismunandi gjafaöskjum og sú sem ég valdi innihélt 11 súkkulaðiplötur sem ég valdi sjálf og gat því prófað margar mismunandi tegundir.

IMG_6598 (2)

Eftir að hafa smakkað þessar dásamlegu súkkulaðiplötur get ég sagt ykkur að þær eru hver annarri betri. En mitt allra uppáhalds er Milk & Cookies sem er unaðslegt mjólkursúkkulaði með smákökukurli. Bragðið er einstakt og minnir svo mikið á jólin.

Þetta súkkulaði myndi jólasveinninn sem heimsækir mitt heimili vilja að biði eftir sér….

Jólalegasta súkkulaði sem ég veit um!

IMG_6617 (2)

Ef þið eruð í jólagjafahugleiðingum og eruð að leita að gjöf fyrir sælkera þá mæli ég hiklaust með gjafaöskjunum frá Omnom Chocolate Reykjavík.

Þið getið fundið réttu öskjuna inni á heimasíðunni þeirra:

Omnom Chocolate Reykjavík

IMG_6566 (2)

Hægt er að velja um nokkrar mismunandi gjafaöskjur svo allir ættu að finna eitthvað sem heillar. Ég mæli líka alltaf með því að gefa sjálfum sér svona dásamlega jólagjöf, en eins og ég sagði ykkur fyrir jólin í fyrra þá hef ég í nokkur ár valið mér gjöf frá sjálfri mér, en þar sem ég hef ekki fengið gjöf frá vinnunni verandi sjálfstætt starfandi þá vel ég hana bara sjálf!

IMG_6625 (2)

Gleðileg Omnom jól kæru lesendur!

Ég þakka líka frábærar viðtökur í gjafaleiknum en ég hef dregið út vinningshafa og sú heppna er Birna Sif Kristínardóttir en hún tók þátt í leiknum inni á Instagram hjá mér – bjargeyi.

Innilega til hamingju Birna Sif! 

IMG_6587 (2)

Undirskrift Bjargey

One thought on “Jólagjöf frá Omnom Chocolate

  1. Nei sko, jahérna! Súkkulaðihjartað mitt berst nú um af gleði og jólahamingju. Kærar þakkir fyrir mig 🙂

    Like

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s