Dásamlegar húðvörur frá Weleda

IMG_6684 (3)

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Weleda á Íslandi

Ég var svo heppin að fá að prófa dásamlegar húðvörur frá Weleda og ég ætla að kynna ykkur aðeins fyrir þessum frábæru vörum. Það sem heillaði mig strax áður en ég prófaði er að þær eru lífrænar og í öllum Weleda vörum eru:

·       eingöngu náttúruleg hráefni.

·       engin gervi- litar- eða ilmefni eru notuð.

·       engir parabenar eða önnur tilbúin rotvarnarefni.

·       engar jarðolíur.

Auk þess eru notaðar endurvinnanlegar umbúðir og innihald sem brotnar niður, það er umhverfismeðvitund í framleiðslunni og það eru ekki gerðar tilraunir á dýrum með vörunum. Þær eru svo prófaðar með tilliti til húðsjúkdóma af óháðum aðila.

IMG_6676 (2)

Ég hef prófað og notað mikið af Weleda vörum fyrir börnin mín enda er barnalínan frá þeim alveg frábær. Ég var því mjög spennt að fá að prófa vörur sem hentuðu minni húð.

variant_152679 (2)

MÖNDLU ANDLITSLÍNA

ANDLITLÍNA FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ – RÓSROÐA

Þar sem ég fékk að velja mér vörur til þess að prófa valdi ég að sjálfsögðu vörur sem henta minni húðgerð, en ég er með mjög viðkvæma húð og rósroða. Þess vegna hentuðu vörurnar í möndlulínunni mér einstaklega vel.

Vörurnar í þessari lyktarlausu línu eru sérstaklega þróaðar fyrir viðkvæma húð. Lífræn möndluolía kemur jafnvægi á húðina og hleypir lífi í náttúrulegar varnir hennar, óháð aldri. Sérvalin náttúruleg efni vinna gegn ertingu og roða sem eru dæmigerð fyrir viðkvæma húð. Húðin verður mýkri og á betra með að verja sjálfa sig gegn utanaðkomandi áreiti.

Það sem ég tók strax eftir þegar ég byrjaði að nota vörurnar var að þær eru svo mildar. Venjulega þegar ég nota hreinsikrem svíður mig undan því og klæjar en þegar ég hreinsa andlitið með hreinsinum úr möndlulínunni finn ég engin óþægindi í húðinni. Og hreinsirinn er einn sá albesti sem ég hef prófað, hreinsar vel og skilur ekkert eftir sig.

 

weledahippo_productlarge (2)

Djúphreinsun húðarinnar er nauðsynlegur grunnur góðrar húðumhirðu, óháð aldri. Weleda vörurnar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðum hráefnum sem hreinsa húðina vel án þess að þurrka hana upp og eru hannaðar til að mæta mismunandi þörfum og húðgerðum.

 

ALMOND SENSITIVE SKIN BODY LOTION

weledahippo_productlarge

Allar tegundir húðmjólkur frá Weleda er framleiddar úr hreinni jurtaolíu og vegna þess að þær innihalda vatn eru þær svalandi og hressandi og eiga auðveldara með að smjúga inn í húðina en hreinar olíur. Andstætt jarðolíum gera jurtaolíur ekki himnu á húðina, heldur leyfa henni að anda eðlilega.

Hvaða tegund húðmjólkur hentar þér fer eftir húðgerð og þörf hverju sinni. Fyrir heilbrigða og fallega húð á hverjum degi. Möndlu húðmjólkin inniheldur lífræna möndluolíu og býflugnavax.

Ég er hreinlega ástfangin af þessari húðmjólk!

Þetta er ein sú albesta húðmjólk sem ég hef á ævi minni prófað, húðin verður silkimjúk og það besta er að þó ég sé búin að fara aftur í sturtu eða bað eftir að hafa notað hana verður húðin ekki eins þurr og áður því það er eins og húðin byggi upp raka með því að nota þessa húðmjólk. Svo er líka dásamleg lykt af henni!

Í húðmjólkinni er hin innihaldsríka og milda möndluolía sem mýkir og róar þurra húð, en lífræn möndluolía styrkir hinn náttúrulega verndarhjúp húðarinnar og verndar húðina gegn rakatapi. Möndluolía hefur lengi verið notuð til að róa viðkvæma húð.  

ALMOND SOOTHING FACIAL OIL

 

weledahippo_productlarge (3)

Mild og róandi andlitsolía fyrir viðkvæma húð og húð sem komin er úr jafnvægi. Þessi olía er algjör snilld. Hægt er að nota hana til að fjarlægja augnfarða en þá setur maður nokkra dropa á bómullarpúða og strýkur varlega í kringum augun og maskarinn rennur af. Ég á sennilega ekki eftir að nota annan augnfarðahreinsi eftir að hafa prófað þessa olíu! Síðan er hægt að bera hana beint á húðina en hún er mjög róandi og rakagefandi.

 

weledahippo_productlarge (1)

Andlitskremið er svo til þessa að toppa þetta allt, gefur góðan raka og húðin verður silkimjúk. Ég var komin með þurrkubletti eftir kuldann en eftir að ég byrjaði að nota þetta andlitskrem hef ég alveg verið laus við þá.

Að lokum langar mér að segja ykkur frá þessum varasalva sem mýkir varirnar, gefur fallegan glans og inniheldur lífrænar jurtaolíur og Shea Butter. Virkilega góður í kuldanum og hann fæst í þremur mismunandi litum.

weledahippo_productlarge (4)

UM WELEDA

Síðan árið 1921 hefur Weleda framleitt bæði lyf sem byggja á mannlífsspeki Rudolf Steiner og húðvörur úr fyrsta flokks jurtum, steinefnum, náttúrulegum jurtaolíum og hreinum ilmkjarnaolíum. Útgangspunkturinn er heildarsýnin á manneskjuna og samspil hennar við náttúruna. Þess vegna viðhefur Weleda strangt gæðaeftirlit bæði með hráefninu og framleiðsluferlinu.

Það sem gerir vörur Weleda svo einstakar er hin 90 ára gamla reynsla og þekking á hinum ýmsu virku efnum sem finnast í náttúrunni og má nýta í þágu hinna ýmsu meðferða. Þessi hefð og þessi þekking í bland við nútíma vöruþróun er notuð til að ná fram hinum náttúrulegu þáttum í húðvörunum okkar. Til að tryggja hámarksárangur eru allar jurtir og önnur hráefni valin af kostgæfni. Strangt eftirlit er með tilbúnum vörum og reglulega eru gerðar prufur hvað varðar húðsjúkdóma og klínískar prófanir.

Weleda fæst í Fjarðarkaup, Blómavali, Heilsuhúsinu og í mörgum apótekum.

download

Ég get svo sannarlega mælt með þessum dásamlegu húðvörum frá Weleda og hvet ykkur til þess að prófa.

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s