Ævintýrin gerast enn…

IMG_5597

Í samstarfi við barnafataverslunina name it ætla ég að segja ykkur frá spennandi ævintýri sem fjölskyldur geta lesið saman fyrir jólin.

23154721_10154860942971283_2010454011760545979_o

Hús Stellu frænku er töfrandi jólaævintýri eftir danska verðlaunahöfundinn Cecilie Eken um systkinin Emmu og Kalla sem dvelja hjá Stellu frænku í aðdraganda jólanna og lenda í ýmsum ævintýrum. Húsið hennar er staðsett í ævintýralegum skógi þar sem undarlegir og spennandi hlutir gerast.

Bókin er 25 kaflar og er hugsuð þannig að foreldrar geti lesið með börnunum sínum einn kafla á hverju kvöldi til að telja niður dagana fram að jólum.

IMG_5596

Bókin er gjöf til þín frá name it svo þú getur nálgast þitt eintak í næstu name it verslun frá 20. nóvember 2017.

Fram að jólum verða svo fylgihlutir með ævintýrinu fáanlegir lesendum að kostnaðarlausu í name it til að gera lesturinn enn skemmtilegri.

IMG_5594

Samverustundir með börnunum mínum eru mér mjög dýrmætar og við elskum að lesa saman svo við erum mjög spennt að ná í okkar eintak af bókinni.

Við elskum líka að fara saman í ævintýraferðir út í náttúruna og gerum mikið af því.

Hérna erum við Hrafnhildur í einni ævintýraferðinni okkar fyrr í haust:

IMG_3695

Þó við séum kannski ekki með mikla skóga á Íslandi er alveg hægt að finna smá skóg og leita að ævintýrum…..

IMG_3960

Og jafnvel klifra aðeins upp í tré…..

IMG_3927

Eða bara dansa innan um fallegu trén…

IMG_3899

Ég hlakka til að lesa bókina með krökkunum mínum í aðdraganda jólanna og ætla að leyfa ykkur að fylgjast með. Endilega kíkið á mig á Snapchat – bjargeyogco en þar mun ég lesa í bókinni og láta ykkur vita þegar fylgihlutir hennar koma í name it verslanirnar.

Undirskrift Bjargey

 

Bókina getur þú nálgast frítt í næstu NAME IT verslun frá 20. nóvember.

Fylgist endilega með á Facebook síðu name it á Íslandi til að fá nýjustu fréttir af bókinni og fylgihlutum hennar!

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s