
Í vor var ég heppin að geta skellt mér í smá ferðalag til vinkonu minnar í Danmörku. Við Kolbrún vorum samferða í náminu í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og þekkjumst því ágætlega þar sem við kynnumst samnemendum vel í þessu námi. En auk þess að hafa brennandi áhuga á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð deilum við áhuga á blómum, trjám, gömlum hlutum, fallegum hlutum og bleikum hlutum!
Eplatrén í garðinum hennar Kolbrúnar voru í blóma…..þvílík fegurð!
Kolbrún býr ásamt fjölskyldu sinni á gömlum herragarði sem þau eru að gera upp og er hreint út sagt ævintýrahöll.
En við vinkonurnar nýttum tímann saman til að kynna höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fyrir nýbökuðum mæðrum í Kaupmannahöfn. Síðan áttum við frábærar stundir saman að skoða blóm…….
Röltum um borgina…..sátum á kaffihúsum.
Skoðuðum fallegu garðana í Köben, hérna er ég í Kongens Have.
Þessi tré! Þvílík sál.
Ég fæ bara ekki nóg af þessum trjám.
Dásamlegar rósir í garðinum hennar Kolbrúnar.
Við skellum okkur á uppáhalds pizzastaðinn minn í Kaupmannahöfn, Mother. Sjúklega góðar súrdeigspizzur þar!!!
Eigum við eitthvað að ræða þessa hráskinku….eða rucola….eða pestóið…..mozzarella ostinn….
Og við skelltum okkur líka á annan ítalskan í miðbænum….
Svo er alltaf tími fyrir kaffihús í Köben….á Stikinu og í iðandi mannlífinu
En við nutum þess líka að slaka á heima og næra líkama og sál!
Kolbrún er mikill fagurkeri og að vera heima hjá henni er draumi líkast, allt svo dásamlega fallegt!
Þetta útsýni!
Út um svefnherbergisgluggann minn.
Garðurinn er eins og í draumaheimi!
Vona að þið hafið haft gaman að því að skoða þessar fallegu myndir frá endurnærandi ferð minni til Danmerkur. Það gefur mér svo endalaust mikla orku og gleði í hjarta að vera í kringum svona yndislegt fólk, falleg tré og blóm. Svo elska ég bara Kaupmannahöfn!
Takk Kolbrún mín fyrir yndislegu stundirnar okkar saman, þeim mun ég aldrei gleyma.