Mömmufrí í Danmörku

Í vor var ég heppin að geta skellt mér í smá ferðalag til vinkonu minnar í Danmörku. Við Kolbrún vorum samferða í náminu í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og þekkjumst því ágætlega þar sem við kynnumst samnemendum vel í þessu námi. En auk þess að hafa brennandi áhuga á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð deilum við áhuga á blómum, trjám, gömlum hlutum, fallegum hlutum og bleikum hlutum!

Eplatrén í garðinum hennar Kolbrúnar voru í blóma…..þvílík fegurð!

IMG_0909 (2)

Kolbrún býr ásamt fjölskyldu sinni á gömlum herragarði sem þau eru að gera upp og er hreint út sagt ævintýrahöll.IMG_0915 (2)

IMG_0918 (2)

IMG_0919

IMG_0962 (2)

En við vinkonurnar nýttum tímann saman til að kynna höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fyrir nýbökuðum mæðrum í Kaupmannahöfn. Síðan áttum við frábærar stundir saman að skoða blóm…….IMG_0923

Röltum um borgina…..sátum á kaffihúsum.IMG_0924

Skoðuðum fallegu garðana í Köben, hérna er ég í Kongens Have.

Þessi tré! Þvílík sál.IMG_0940

IMG_0944

IMG_0945

IMG_0947

IMG_0960

Ég fæ bara ekki nóg af þessum trjám.IMG_0961

Dásamlegar rósir í garðinum hennar Kolbrúnar.IMG_0967 (2)

IMG_0968

IMG_0992Við skellum okkur á uppáhalds pizzastaðinn minn í Kaupmannahöfn, Mother. Sjúklega góðar súrdeigspizzur þar!!!

Eigum við eitthvað að ræða þessa hráskinku….eða rucola….eða pestóið…..mozzarella ostinn….

IMG_0426

Og við skelltum okkur líka á annan ítalskan í miðbænum….IMG_0996

Svo er alltaf tími fyrir kaffihús í Köben….á Stikinu og í iðandi mannlífinu

IMG_1015

En við nutum þess líka að slaka á heima og næra líkama og sál!IMG_1014

Kolbrún er mikill fagurkeri og að vera heima hjá henni er draumi líkast, allt svo dásamlega fallegt!

IMG_1022

IMG_1024

Þetta útsýni!

Út um svefnherbergisgluggann minn.

IMG_1050

Garðurinn er eins og í draumaheimi!IMG_1062

Vona að þið hafið haft gaman að því að skoða þessar fallegu myndir frá endurnærandi ferð minni til Danmerkur. Það gefur mér svo endalaust mikla orku og gleði í hjarta að vera í kringum svona yndislegt fólk, falleg tré og blóm. Svo elska ég bara Kaupmannahöfn!

Takk Kolbrún mín fyrir yndislegu stundirnar okkar saman, þeim mun ég aldrei gleyma.

IMG_1063

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s