20 árum fagnað í Kaupmannahöfn

Við skötuhjúin áttum 10 ára brúðkaupsafmæli 3.mars og eigum 20 ára sambandsafmæli núna 3. maí! Við ákváðum að fagna þessum merka áfanga og þar sem Halli þurfti að fara á fundi á vegum vinnunnar í Kaupmannahöfn ákváðum við að gera ferð úr þessu og fórum saman í smá foreldrafrí.

IMG_0502

Ég elska stemminguna í Kaupmannahöfn, fallegt, notalegt og afslappað þó það sé margt í gangi og fullt af fólki.

IMG_0598

Mér finnst alltaf jafn gaman að vera niðri á Nýhöfn, iðandi mannlíf og fallegt umhverfi.

IMG_0553

IMG_0550 (2)

Við vorum ótrúlega heppin með veður í ferðinni, sól og blíða. Það var vor í loftinu og yndislegt að rölta um og skoða og setjast út á kaffihús.

IMG_0445

Og blómin…..blessuð blómin!

IMG_0446 (1)

IMG_0441 (2)

IMG_0479

Þvílík fegurð þessir túlípanar!

IMG_0415

Danir kunna að gera smörrebröd það er alveg á hreinu! Og ef þú biður um stóran bjór þá færðu STÓRAN bjór……

IMG_0412 (2)

Við vorum á Radison SAS Skandinavian hótelinu á Amager og útsýnið var ekki af verri endanum, hérna er útsýnið frá hótelherberginu okkar:

IMG_0418

Eitt af mínum uppáhalds kaffihúsum í Kaupmannahöfn er Café Norden við Strikið, en fyrir utan að vera með geggjaðan mat og kökur þá er það alltaf svo fallega skreytt. Ég tók nokkrar myndir til að sýna ykkur:

IMG_0547

IMG_0540 (2)

IMG_0542

IMG_0544 (2)

IMG_0531 (2)

IMG_0532 (2)

aIMG_0555

Já lífið í svona ferðum er voðalega ljúft og alltaf tækifæri til að borða góðan mat. Áður en við fórum höfðum við fengið góð meðmæli með ítalska staðnum mother sem við prófuðum að sjálfsögðu. Pizzurnar eru guðdómlegar!! Súrdeigsbotn og ferskur mozzarella, banvæn blanda!

IMG_0425

Ég er ennþá að hugsa um þessa pizzu……hrikalega góð.

IMG_0429 (2)

Ég verslaði líka ýmislegt í þessari ferð eins og þið sem fylgið mér á Snapchat vitið……(Snapchat: bjargeyogco)

En það er nú alveg efni í annan póst ef ég sýni ykkur góssið. Skemmtilegast fannst mér að komast í H&M Home, og svo var auðvitað ekkert leiðinlegt að kaupa sér ný föt fyrir sumarið.

IMG_0480

En við komum alveg endurnærð heim eftir yndislega ferð til Kaupmannahafnar. Ástfangin og stolt af árunum okkar 20….hver er svosem að telja…en okkur fannst þetta bara mjög skemmtilegur áfangi að ná. Þakklát fyrir þennan frábæra tíma saman.

Ég hlakka til næstu 20 ára með þér ástin mín!

IMG_0506

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s