Mexíkósk veisla

IMG_0209 (2)

Ég hreinlega elska mexíkóskan mat! Og þessi mexíkóska baka sem ég ætla að deila með ykkur er alveg svakalega góð. Það er alveg sama hvort ég geri hana bara fyrir fjölskylduna, hef hana í afmælum eða bjóði saumaklúbbnum í mexíkóska veislu, það hafa allir orð á því hversu góð hún sé. Þið verðið að prófa þessa!

IMG_0200 (2)

Mexíkósk baka

Botn

 • 5 dl hveiti
 • 200 gr smjör
 • smá vatn

Fylling

 • 3 kjúklingabringur
 • 1 laukur
 • 10 sveppir
 • mexíkóskur ostur frá MS
 • 1 rauð paprika
 • 400 gr. rjómaostur
 • 1 lítil krukka salsasósa
 • 2 poki rifinn pizzaostur
 • kjúklingakrydd
 • Taco krydd

Hnoðið saman hráefninu í botninn í hrærivél. Þegar deigið er orðið mjúkt setjið það í hringlaga eldfast mót (getið notað hvaða kökuform sem er líka) og þrýstið niður í botninn og uppá alla kanta. Bakið í 15 mínútur við 200 gráðu hita.

Steikið kjúklinginn í litlum bitum á pönnu og kryddið með kjúklingakryddi og Taco kryddi. Skerið allt grænmetið smátt og bætið á pönnuna. Setjið rjómaostinn, mexíkó ostinn og salsasósuna út á og leyfið að malla á miðlungshita þar til allur ostur er bráðinn.

Setjið fyllinguna í botninn þegar hann hefur verið bakaður í 15 mín og setjið rifinn ost yfir fyllinguna. Bakið í smá stund í viðbót þar til osturinn er bráðinn.

IMG_0208 (3)

Mér finnst svakalega gott að hafa fetaost og sýrðan rjóma með bökunni, mangó salat, flögur, salsa og guacamole.

IMG_0197 (2)

Sælkeraveisla sem ég hvet ykkur til að prófa!

IMG_0202 (2)

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s