
Í gær var ég með saumaklúbb eða réttara sagt bauð saumaklúbbnum mínum í 35 ára afmælisveislu. Ég ákvað að nota uppáhalds súkkulaðið mitt og búa til úr því tertu.
Hér er uppskriftin:
Botnar:
3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
100 gr. sykur
100 gr. kelloggs
Fylling:
1 stór rjómi þeyttur
1 plata af Galaxy Caramel
Á toppinn, brædd karamella t.d. nokkrar karamellur bræddar í potti með smá rjóma skvettu og 1 plata Galaxy Caramel í litlum bitum.
Aðferð:
Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum samanvið. Stífþeytið. Blandið svo muldu Kelloggs saman við rólega með sleikju. Smyrjið í tvo hringi á sitthvora bökunarplötuna með bökunarpappír undir og bakið við 130 gr. í 50 mín.
Þeytið rjómann. Bræðið eina plötu af Galaxy Caramel og setjið 2-3 msk. af þeyttum rjóma útí og þynnið þannig aðeins súkkulaðið. Kælið og blandið svo varlega saman við rjómann. Setjið á milli botnanna og skreytið svo toppinn.
Njótið vel!