10 ára!

IMG_9347

Elsku hjartagullið okkar hún Hrafnhildur er orðin 10 ára!

Ekki veit ég hvert tíminn fer en mér finnst það eins og í gær þegar ég hélt á henni nýfæddri.

328089_10150473199122874_1980050909_o

Ég verð alltaf mjög meyr í kringum afmæli barnanna minna, en þessi tími sem ég fæ með þeim er svo dýrmætur. Ég er alltaf þakklát fyrir enn eitt árið sem ég hef þau í lífi mínu.

Afmælisveislan eða réttara sagt afmælisveislurnar voru æðislegar. Daman bauð bekkjarsystrunum í afmælispartý sem hún skipulagði alveg sjálf, bakaði, skreytti og skemmti. Svo vorum við með fjölskylduafmæli og á afmælisdaginn sjálfan var hún vakin með söng og morgunverði í rúmið, amerískar pönnukökur með sýrópi að ósk afmælisbarnsins.

IMG_9477
Vakin með söng á afmælisdaginn
IMG_9668
Fékk svo afmælisknús frá sínum besta vini

Hún vildi hafa Emoji þema í stelpupartýinu og bakaði og skreytti þessa flottu köku sjálf (fékk smá aðstoð frá mér en gerði þetta nánast alveg sjálf!)

IMG_9322

Bauð líka uppá nammi og snakkbar, flott raðað hjá henni:

IMG_9323

Það var auðvitað mikið stuð í afmælinu og mikið sungið og dansað.

IMG_9336 (3)

Í fjölskylduafmælinu var meira hefðbundið afmælisþema, en við buðum í veisluna í hádeginu á sunnudegi. Hérna eru veitingarnar:

IMG_9358

Mér finnst alltaf betra að hafa meira af mat og minna af sætindum í svona veislum og ég held að flestir séu bara mjög sáttir við það. Við buðum uppá heitan rétt, súrdeigsbrauð og álegg, salöt, osta, skinkuhorn, pizzasnúða, kjúklingaspjót og tvær kökur, rice crispies með rjóma og súkkulaðiköku.

IMG_9360

IMG_9361 (2)

Ég held að gestirnir hafi bara verið mjög ánægðir með veitingarnar.

IMG_9375

Afmælisbarnið vildi sjálf kveikja á kertunum áður en afmælissöngurinn var sunginn:

IMG_9418

IMG_9379

Myndabók sem tengdaforeldrar mínir fengu í gjöf frá börnunum þeirra vakti mikla lukku, en þau hafa á hverju ári í 10 ár farið í fjölskyldu veiðiferð og bókin var full af myndum úr þessum ferðalögum. Dásamlegar minningar.

IMG_9384

Afmælisstelpan fékk að sjálfsögðu fullt af fallegum afmælisgjöfum og var mjög glöð með daginn sinn.

IMG_9347

Hérna er hún með ömmu sinni, frænku og systur:

IMG_9340

Ég trúi því bara varla að hún sé orðin 10 ára gömul. En ég fór að skoða gamlar myndir, það er svo gaman að rifja upp gamlar og góðar minningar.

1924151_35948487873_3368_n
Eins árs gömul snúlla
10400748_27245987873_4260_n
Lítil krúttulína að lesa fyrir kisuna sína
190832_10151074309567874_1056779804_o
5 ára fegurðardís úti að leika
250793_10150861773477874_349998357_n
Alltaf til í ævintýri
524351_10151739563872874_1337922571_n
Hún elskar öll dýr!
1013735_10152087639522874_1473340599_n
Byrjuð að missa barnatennurnar 🙂
459029_10150573291447874_573889679_o
4 ára skvísa að leika úti í snjónum
11350410_10153051078532874_2386423147048039512_n
Orðin 8 ára og komin á aðeins heitari slóðir, á Spáni með stóru systur
1509878_10153007936467874_9119913845260225589_n
Sumarskvísur á Spáni
10422137_10153051023152874_8066172567630492385_n
Með pabba
IMG_8043
Alveg að verða 10 ára í skvísuferð með mömmu til Glasgow

Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni, en mér finnst það bara mikill fjársjóður að geta skoðað gamlar myndir, ég geri það oft og iðulega að renna yfir gömul myndaalbúm. Það er svo gaman að rifja upp minningarnar og sjá hvað þessi yndislegu börn mín hafa stækkað mikið. Er ekkert hægt að setja stopp takka á þau? Með þessu áframhaldi fer ég að verða gömul….hahaha!

undirskrift-bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s