
Elsku hjartagullið okkar hún Hrafnhildur er orðin 10 ára!
Ekki veit ég hvert tíminn fer en mér finnst það eins og í gær þegar ég hélt á henni nýfæddri.
Ég verð alltaf mjög meyr í kringum afmæli barnanna minna, en þessi tími sem ég fæ með þeim er svo dýrmætur. Ég er alltaf þakklát fyrir enn eitt árið sem ég hef þau í lífi mínu.
Afmælisveislan eða réttara sagt afmælisveislurnar voru æðislegar. Daman bauð bekkjarsystrunum í afmælispartý sem hún skipulagði alveg sjálf, bakaði, skreytti og skemmti. Svo vorum við með fjölskylduafmæli og á afmælisdaginn sjálfan var hún vakin með söng og morgunverði í rúmið, amerískar pönnukökur með sýrópi að ósk afmælisbarnsins.


Hún vildi hafa Emoji þema í stelpupartýinu og bakaði og skreytti þessa flottu köku sjálf (fékk smá aðstoð frá mér en gerði þetta nánast alveg sjálf!)
Bauð líka uppá nammi og snakkbar, flott raðað hjá henni:
Það var auðvitað mikið stuð í afmælinu og mikið sungið og dansað.
Í fjölskylduafmælinu var meira hefðbundið afmælisþema, en við buðum í veisluna í hádeginu á sunnudegi. Hérna eru veitingarnar:
Mér finnst alltaf betra að hafa meira af mat og minna af sætindum í svona veislum og ég held að flestir séu bara mjög sáttir við það. Við buðum uppá heitan rétt, súrdeigsbrauð og álegg, salöt, osta, skinkuhorn, pizzasnúða, kjúklingaspjót og tvær kökur, rice crispies með rjóma og súkkulaðiköku.
Ég held að gestirnir hafi bara verið mjög ánægðir með veitingarnar.
Afmælisbarnið vildi sjálf kveikja á kertunum áður en afmælissöngurinn var sunginn:
Myndabók sem tengdaforeldrar mínir fengu í gjöf frá börnunum þeirra vakti mikla lukku, en þau hafa á hverju ári í 10 ár farið í fjölskyldu veiðiferð og bókin var full af myndum úr þessum ferðalögum. Dásamlegar minningar.
Afmælisstelpan fékk að sjálfsögðu fullt af fallegum afmælisgjöfum og var mjög glöð með daginn sinn.
Hérna er hún með ömmu sinni, frænku og systur:
Ég trúi því bara varla að hún sé orðin 10 ára gömul. En ég fór að skoða gamlar myndir, það er svo gaman að rifja upp gamlar og góðar minningar.











Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni, en mér finnst það bara mikill fjársjóður að geta skoðað gamlar myndir, ég geri það oft og iðulega að renna yfir gömul myndaalbúm. Það er svo gaman að rifja upp minningarnar og sjá hvað þessi yndislegu börn mín hafa stækkað mikið. Er ekkert hægt að setja stopp takka á þau? Með þessu áframhaldi fer ég að verða gömul….hahaha!