Stelpuferð til Glasgow

img_7989

Í nóvember fórum ég og Hrafnhildur í mæðgnaferð til Glasgow. Ferðin var jólagjöfin okkar til Hrafnhildar en fyrr á árinu buðum við Bryndísi út á leikinn Ísland – Frakkland í París (Ferðasagan er hér) og það var hennar jólagjöf. Kannski svolítið langur tími frá ferð að jólum en okkur fannst það bara vera góð hugmynd að gera eitthvað fyrir hana sem myndi slá í gegn og það var langþráður draumur hjá henni að sjá íslenska landsliðið spila stórleik enda mikil áhugamanneskja um fótbolta (sjá meira um það hér). En þegar við tókum ákvörðun um að fara á leikinn sl. sumar sem var mikil skyndiákvörðun þá vissum við að Hrafnhildur myndi ekki njóta ferðarinnar eins og stóra systir því hún hefur engan áhuga á fótbolta og vill alls ekki vera þar sem eru mikil læti eða mannþröng. Svo það var ákveðið á núlleinni líka að ég myndi bjóða henni með mér til Glasgow um haustið í staðinn.

Ferðin var frábær í alla staði og við áttum yndislegan tíma saman. Það var langþráður draumur hjá dömunni að fara í Build a Bear og gera sinn eigin bangsa svo við vorum varla lentar í Glasgow áður en við fórum í bangsabúðina frægu.

img_7981
Ánægð með Prinsessu Bubblegum sem hún bjó sjálf til í búðinni

Bróðir minn og mágk0na búa í Glasgow svo það var yndislegt fyrir okkur að hitta þau og eyða með þeim skemmtilegum tíma.

img_7995

Við fórum auðvitað saman út að borða og eyddum dágóðum tíma saman í búðarápi.

img_8081
Selma og Hrafnhildur á Hard Rock Café í Glasgow

Við mæðgur skelltum okkur líka á eitt skemmtilegasta safn sem ég hef farið á, en það heitir Kelvingrove Art Museum og hefur að geyma ýmsar gersemar. Hérna koma nokkrar myndir frá því:

smiling-heads

la198-kelvingrove
Algjört ævintýri fyrir krakka
img_8067-2
Hrafnhildur alveg hugfangin af safninu

img_8063img_8065

img_8057
Inni í eftirlíkingu af risaeðlueggi
img_8073
Prófar að vefja múmíu!

img_8056

img_8052
Glöð með ferðina á safnið, enda er margt annað að skoða í Glasgow en búðir!

Það var líka mikið ævintýri fyrir 9 ára stúlku að kíkja í Hamleys enda alltaf svo flott dót þar!

img_8017

img_8011

Það læddist nú eitt og annað í innkaupakörfurnar í ferðinni, en við versluðum allar jólagjafirnar, ég fataði krakkana upp eins og ég geri árlega þegar ég fer til Glasgow (margborgar sig fyrir þriggja barna mæður að minnsta kosti) og svo verslaði ég aðeins fyrir mömmu og tengdamömmu líka þannig að staðan var svona eftir ferðina:

img_8023

Fimm ferðatöskur, poki og kassi….það var ekkert sérstaklega gaman að burðast með þetta heim en það hafðist!

img_8039

Við mæðgur fórum á stefnumót einn daginn á æðislegan pizzastað eða ítalskan veitingastað sem heitir Ask Italian og hann var alveg geggjaður. Það er alltaf gaman að fara út að borða með krökkunum, en þegar maður á þrjú börn og allir vilja tala á sama tíma nær maður kannski ekki eins mikið að njóta þess eins og þegar við förum á svona one on one deit svo ég leyfi mér að sletta aðeins! Það er sérstök stund að geta gefið einu barni í einu óskiptan tíma og athygli og stundum má maður njóta sín einn án systkina sinna þó þau séu alveg frábær líka.

img_8048

Meiriháttar góðar pizzur!

img_8049

Við skemmtum okkur líka bara vel í kósyheitum á hótelinu og hérna er Hrafnhildur að máta kósýgallann sem hún keypti sér í Primark (og hefur varla farið úr síðan…haha)

img_8020-2

img_8007
Kósý stund heima hjá Andra og Selmu

Yndisleg ferð og dásamlegar minningar. Og Hrafnhildur var í skýjunum með jólagjöfina, það er nú fátt skemmtilegra í þessu lífi en að sjá börnin sín njóta lífsins, skoða eitthvað nýtt og skemmta sér vel svo þetta var líka stór gjöf fyrir mig.

img_8094

Takk fyrir að lesa,

undirskrift-bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s