
Þessi færsla er unnin í samvinnu við Pixel Prentþjónustu
Ein sú skemmtilegasta jólagjöf sem ég hef fengið um ævina er ljósmyndabók. Ég hugsa að það sé erfitt að finna persónulegri jólagjöf.
Ég hef nokkrum sinnum búið til ljósmyndabækur og gefið í jólagjafir, en það hefur verið vinsælt að gefa ömmum og öfum myndir af barnabörnunum. Ég hef notast við forritið Pixel Designer og látið prenta bækurnar hjá Pixel Prentþjónustu. Bækurnar hafa verið virkilega vandaðar og fallegar og því ákvað ég að segja ykkur frá þjónustunni hjá Pixel þar sem ég er mjög ánægður viðskiptavinur þeirra.
Í sumar fórum við hjónin í draumaferð til Frakklands þar sem við fórum í brúðkaup hjá góðum vinum. Við flugum til Parísar þar sem við skoðuðum borgina og nutum lífsins og fórum svo með lest til Dinard þar sem brúðkaupið var haldið. Þar eyddum við viku saman í sólinni og slökuðum á.
Ef þið hafið áhuga á að lesa meira um ferðina skrifaði ég póst um hana í sumar:
Ég ákvað að setja saman fallega ljósmyndabók með myndum úr ferðinni og gefa eiginmanninum í jólagjöf, en mér finnst það mjög dýrmætt að geta skoðað fallegu myndirnar aftur og aftur saman og rifjað upp góðar minningar úr ferðinni.
Á forsíðunni hafði ég mynd af okkur í brúðkaupsveislunni í Dinard og heitið á bókinni. En það sem gerir þessar bækur svo persónulegar og flottar er að maður getur hannað þær alveg sjálfur. Hægt er að velja um mismunandi stærðir og blaðsíðufjölda og svo velur maður myndir og setur inn texta ef maður vill. Allt mjög einfalt og þæginlegt í Pixel Designer sem hægt er að ná í ókeypis inni á heimasíðu Pixel.
Það sem ég elska við Pixel Designer er að hægt er að hafa myndirnar í mismunandi myndaboxum sem henta myndunum sem maður hefur valið.
Eins og á þessum hópmyndum finnst mér það koma vel út að hafa myndirnar svona:
Síðan er hægt að hafa myndirnar fleiri og minni eins og ég valdi fyrir þessar myndir:
Og hægt er að hafa eina mynd á heilli síðu sem kemur virkilega fallega út fyrir þær myndir sem eru í uppáhaldi:
Möguleikarnir eru endalausir og það er mjög skemmtilegt að leika sér með uppsetningu á fallegri ljósmyndabók.
Ég mun gefa nokkrar svona ljósmyndabækur í ár, en ég er einnig að búa til sitthvora bókina fyrir dætur mínar og ég veit að þær munu slá í gegn því það er svo gaman að eiga góðar minningar í fallegri ljósmyndabók.
Frábær leið til að varðveita dýrmætar minningar.
Þið finnið allar upplýsingar um stærðir, gerðir og verðskrá fyrir ljósmyndabækurnar inni á heimasíðu Pixel Prentþjónustu.
Leyfið hugmyndafluginu að ráða ferðinni og góða skemmtun!