
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Búrið, Kjötkompaní og Omnom Chocolate Reykjavík
Undanfarin ár hef ég gefið sjálfri mér jólagjöf, í raun gjöf frá vinnunni, en það fylgja því bæði kostir og gallar að vera sjálfstætt starfandi. Ég myndi segja að það sé mikill kostur að geta valið jólagjöfina, því þá ræð ég henni alveg sjálf!
Tvö ár í röð hef ég valið mér osta úr Búrinu sem er sérverslun með osta og í fyrra bætti ég um betur og keypti Wellington nautalund hjá Kjötkompaní og Omnom súkkulaði. Í fyrra gaf ég einnig tvær sælkerakörfur með vörum frá þessum fyrirtækjum í jólagjöf til minna nánustu sem vöktu mikla lukku. Mér finnst oft erfitt að finna gjöf fyrir þá sem “eiga allt” en þetta er góð hugmynd. Ég ætla að sýna ykkur þrjár tillögur að innihaldi í sérvöldum sælkerakörfum sem henta öllum sælkerum í jólagjöf.
Sérvalin sælkerakarfa – sú glæsilega
Í þessari glæsilegu körfu er Nautalund Wellington, sem er innbökuð 25 daga hangin nautalund, fyllt með guðdómlegri fyllingu og skinku frá Kjötkompaní. Casillero del Diablo rauðvín og hvítvín. Gráðagóður ostur frá Búrinu en hann er púrtvínsleginn óburstaður gráðostur leginn í Sandeman, Gráfíkjufreisting, Brie de Maxim ostur frá Búrinu en hann er sérstaklega framleiddur fyrir heimsfrægt hótel í París og bragðbættur með heitum rjóma í framleiðslu sem gerir hann sérstaklega ljúffengan. Með honum er gott að bera fram Epla & rósmarínhlaup og brakandi ostakex, en það fylgja tvær tegundir í körfunni frá Búrinu. Þriðji osturinn er Primadonna, en hann er hollenskur þroskaður gouda ostur með sætu rjóma- og karamellubragði. Síðast en ekki síst eru þrjár tegundir af Omnom Chocolate Reykjavik, maltkúlur hjúpaðar með lakkrís og sjávarsalti, Omnom súkkulaðiplata af bragðtegundinni Dark nibs og Raspberry en í bragðinu má finna keim af blóðappelsínum, hindberjum og kirsuberjum sem er ótrúlega skemmtilegt samspil fyrir bragðlaukana og hátíðleg upplifun. Einnig er Omn0m súkkulaðið Dark milk of Tanzania sem ber keim af brownie súkkulaðiköku, púðursykri og perum.
Eruð þið ekki komin með vatn í munninn?
Sérvalin sælkerakarfa – sú fágaða
Þessi fallega gjafakarfa er fyrir þá sem kunna að meta gæði alla leið. Í henni er grafin andabringa, frá Búrinu og Casillero del Diablo rauðvín. Þrír ostar frá Búrinu, Gráðagóður en hann er púrtvínsleginn óburstaður gráðostur leginn í Sandeman, Gráfíkjufreisting, Brie de Maxim ostur bragðbættur með heitum rjóma í framleiðslu sem gerir hann sérstaklega ljúffengan. Með honum er gott að bera fram Epla & rósmarínhlaup og brakandi ostakex. Þriðji osturinn er Primadonna, en hann er hollenskur þroskaður gouda ostur með sætu rjóma- og karamellubragði. Með í körfunni eru svo Omnom maltkúlur hjúpaðar hvítu súkkulaði sem fullkomna körfuna.
Ég get sagt ykkur að grafin andabringa með bita af Gráðagóðum og Gráfíkjufreistingu er himnesk blanda. Það var erfitt að klára myndatökuna því þetta var einfaldlega of gott!
Þriðja karfan er fyrir alla súkkulaði aðdáendur…….
Sérvalin sælkerakarfa – sú sæta
Það mætti segja að hugmyndin að þriðju körfunni sé komin vegna mikils áhuga míns á góðu súkkulaði. En ef þú þekkir einhvern súkkulaði aðdáenda þá er þessi tilvalin jólagjöf. Í körfunni eru sex tegundir af Omnom súkkulaði, tvö box af Omnom maltkúlum og Kahlúa kaffilíkjör. Fullkomin eftirréttur um hátíðarnar.
Ég fékk þann heiður að smakka Omnom súkkulaðið fyrir þessa myndatöku og mitt uppáhalds er Vetrarsúkkulaðið 2016, Spiced White and Caramel en hugmyndin hjá Omnom var að leita til æskuráranna til að finna bragð sem veitir okkur yl á vetrarkvöldum. Vetur 2016 er hvítt súkkulaði kryddað með rifnum appelsínuberki, steyttum kanil og ristuðu malti. Yfir súkkulaðið er stráð stökkri, saltaðri karamellu. Ég get lofað ykkur því að þetta er dásamlegt á bragðið.
Einnig finnst mér Milk + Cookies alveg geggjað! Ilmur og bragð af jólum kristallast í nýbökuðum piparkökum. Og það er alveg himneskt mjólkursúkkulaði bragð sem blandast mjög vel með piparkökunum. Þetta súkkulaði fær 10 stjörnur frá mér!



Vá girnó og fallegt 🙂
LikeLike