Jólakortin okkar

img_8601-2

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pixel Prentþjónustu

Undanfarin 7 ár hef ég hannað jólakortin okkar sjálf og látið prenta þau hjá Pixel Prentþjónustu. Kortin hafa alltaf vakið mikla lukku og því ákvað ég að hafa samband við Pixel og láta þá vita að ég hefði áhuga á að fjalla um vörurnar sem þeir hafa uppá að bjóða.

img_8615

Við fórum með krakkana í myndatöku í haust og völdum eina mynd úr henni til að nota á forsíðunni.

img_8607

Á heimasíðunni hjá Pixel er hægt að ná í forritið Pixel designer og í því er hægt að setja upp jólakortin á auðveldan hátt.

img_8665

Hægt er að velja mismunandi stærðir af kortum, velja útlit og liti og hægt er að setja inn myndir sem eiga að prýða kortið.

img_8646

Ég hef yfirleitt sett inn eina síðu með mörgum myndum, en mér finnst það skemmtileg lausn þegar það er erfitt að velja eina góða mynd. Og kortið hefur að geyma skemmtilegar minningar frá árinu sem er senn á enda.

img_8641

Síðan er auðvitað hægt að setja inn texta að eigin vali og velja mismunandi leturgerðir. Ég hef yfirleitt látið prenta einhvern texta til að auðvelda mér vinnuna við jólakortaskrifin, en skil eftir pláss til að skrifa persónulega kveðju.

img_8630

Þegar búið er að setja upp kortið í forritinu er auðvelt að panta þann fjölda sem hentar hverjum og einum. Það hefur tekið um 1-3 virka daga fyrir mig að fá kortin afhent og ég hef alltaf verið ótrúlega ánægð með útkomuna.

Ég mæli með Pixel Prentþjónustu fyrir þá sem vilja falleg og persónuleg jólakort sem hægt er að búa til á einfaldan hátt heima í stofu.

undirskrift-bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s