Jólainnlit Morgunblaðsins

img_7874-2

Morgunblaðið kíkti í heimsókn til okkar um daginn, en tilefnið var Jólablaðið þeirra sem kom út 1.desember. Mér fannst nú ekki leiðinlegt að þurfa að skreyta stofunna aðeins fyrr en vanalega, en myndatakan var um miðjan nóvember svo þetta var í fyrra fallinu í ár.

img_7882-2

Jólasokkarnir komnir út í glugga.

Eins og venjulega hjá mér þá er skrautið mest í hvítu og smá silfur og glimmer fær að fljóta með!

img_7887

img_7877-2

img_7814-2

Hér er Hrafnhildur að leggja lokahönd á jólatréð áður en ljósmyndarinn mætti á svæðið.

Og ég pakkaði meira að segja inn nokkrum jólagjöfum til að hafa pakka undir trénu. Kom sér vel að hafa verslað jólagjafir tímanlega.

 

img_7771-2

Litla ljúfan mín, tilbúin og spennt fyrir myndatökunni.

img_7803-2

Ilmur af nýjum smákökum…

img_7832

Við buðum upp á sörur og smákökur, en þessar hérna á myndinni fyrir ofan bakaði Bryndís Inga mín 12 ára í skólanum og leyfði mér að hafa þær með á veisluborðinu.

img_7830

img_7824-2

Og þessir snúðar….þeir eru himneskir! Keypti þá í Brauð & co. á Frakkastíg.

img_7841

Huggulegt hjá skvísunni

img_7846

Þessi sæti jólasveinn er eitt af mínu elsta jólaskrauti. Þetta er sem sagt kertastjaki, hægt að setja í hann sprittkerti og þá lýsir hann fallega upp í skammdeginu. Fékk hann að gjöf þegar ég var lítil og hann hefur verið í miklu uppáhaldi alla tíð.

img_7828

Heitt súkkulaði með rjóma….yndislegt á aðventunni.

img_7847

Get ekki annað látið fylgja með eina mynd sem ég tók um kvöldið, svo dásamlegt í myrkrinu að hafa öll þessi fallegu ljós.

img_7794

Njótið aðventunnar kæru lesendur og ekki gleyma ykkur í jólastressinu. Það þarf ekki að gera allt fyrir jólin, gerið það sem gefur ykkur gleði í hjarta og sleppið öllu hinu!

undirskrift-bjargey

One thought on “Jólainnlit Morgunblaðsins

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s