Persónulegir gjafapokar

 

img_7948-2

Verslunin A4 skoraði á nokkra bloggara að sýna eitthvað sniðugt jólaföndur og lét okkur hafa 5000 kr. inneign til að útvega okkur efni í verkefnið. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu enda finnst mér fátt skemmtilegra en að dúlla mér í einhverju jólaföndri fyrir jólin.

15055730_10210478484211717_530441432745858625_n

Ég fékk mér þessa sniðugu bréfpoka ásamt límmiðum, litlum klemmum, bandi og merkimiðum.

img_7945-2

En mig langaði að eiga eitthvað fínt undir heimatilbúnar jólagjafir eins og smákökur eða föndur eftir krakkana. Og það eru svo endalausir möguleikar með þessa poka, hægt að nota límmiða, stimpla, eða bara mála eða teikna á þá. Sniðugt er að stimpla handafar barnsins á þá og svo lengi mætti telja.

img_7951

Mín leið er yfirleitt frekar mínimalísk og stílhrein svo þetta varð útkoman hjá mér. Mér finnst þetta voðalega sætt og hlakka til að gefa nokkra svona persónulega poka í desember.

Síðan notaði ég pokana líka í pakka- og samverudagatal fjölskyldunnar.

img_7918-2

En þá er hægt að lauma góðgæti eða litlum smáhlutum í pokana.

img_7923-2

Það verður spennandi að sjá hvað leynist í þessum!

img_7920-2

Vona að þið getið nýtt ykkur einhverjar hugmyndir héðan, en allt efnið sem ég notaði i pokana fæst í A4 Smáralind.

undirskrift-bjargey

15055730_10210478484211717_530441432745858625_n

One Comment Add yours

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s