Kjúklingasalat með reyktum cheddar osti

Ég elska góð kjúklingasalöt, en það hægt að leika sér svo mikið með útfærslur og framsetningu á þeim að ég fæ aldrei leið á þeim! Um helgina langaði mig í eitthvað létt en gott og setti saman þetta frábæra kjúklingasalat með BBQ sósu og reyktum cheddar osti. Ég er mikið fyrir allskonar osta og prófa mig mikið áfram í matargerð með mismunandi tegundum af ostum.

img_7024

Hér er uppskriftin, magn eftir smekk hvers og eins.

Kjúklingabringur, steiktar á pönnu og BBQ sósa sett útá.

Ferskt salat

Mangó

Paprika

Agúrka

Doritos snakk mulið yfir

Cashew hnetur

Reyktur Cheddar ostur í bitum

Ég elska að blanda saman ólíkum braðgtegundum, en það kemur mjög vel út að hafa þetta kryddaða reykta bragð sem kemur af BBQ sósunni og ostinum á móti sætu mangó. Varðandi ostinn notaði ég þennan í gula pakkanum sem sést á myndinni, þeir fást í Hagkaup og svo er hægt að fá reyktan cheddar ost í ostabúðum.

img_7016

Fallega skálin sem salatið er borið fram í er sænsk hönnun, en stellið heitir Cult og fæst hjá Majubúð. Ég hef lengi verið að leita mér að nýju matarstelli, og þegar ég sá stell var það ást við fyrstu sýn. Elska þetta fallega munstur, en samt er hönnunin látlaus og stílhrein, alveg eins og ég vil hafa hana. Þetta stell er handunnið og því er hver og einn hlutur einstakur.

Njótið vel!

undirskrift-bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s