Jólin mín, hvít og fín

img_1182

Já þið haldið kannski að ég ætli að fara semja jólaljóð, en nei ég ætla bara að sýna ykkur smá frá síðustu jólum. Ég veit að það er ennþá október, bara svona ef einhver ætlar að benda mér á það að jólin komi ekki fyrr en í desember. En vitiði hvað? Svona er ég bara, byrja að hugsa um jólin í júlí en fer nú kannski ekki að plana og pæla í þessu fyrr en í október. Það finnst mér bara í góðu lagi og ég ætla að leyfa hinum jólabörnunum þarna úti að gleðjast með mér.

img_0373

Þessi jólalega mynd er úr garðinum okkar síðan í desember í fyrra. Það snjóaði alveg svakalega mikið og það gerði allt svo jólalegt og fínt.

img_0462-2

Tók þessa mynd á meðan ég stóð í útidyrahurðinni, allt á kafi í snjó! Og myndin hér að neðan er úr garðinum okkar, birkitrén þakin snjó.

img_0484-2

Ég verð að segja fyrir mitt leyti að það hljómar alls ekki illa að fá smá snjó þegar ég er búin að skoða þessar fallegu myndir.

En að jólaskreytingum. Ég er elska allt hvítt, kannski er það þess vegna sem ég er svona heilluð af snjónum? En þar sem ég er svona hrifin af hvítu þá er mjög mikið af jólaskrautinu mínu hvítt eða silfrað. Ég ætla að leyfa ykkur að sjá aðeins frá heimilinu síðustu jól.

img_0673

Hérna er mynd af jólasokkum krakkanna, tilbúnir að taka við skógjöfum frá jólasveininum og samverudagatal fjölskyldunnar í stórum glugga hjá stiganum okkar. Ég ákvað í fyrra að gefa krökkunum ekki leikfanga- eða súkkulaðidagatal heldur hafa eitt samverudagatal fyrir alla fjölskylduna. Það var mjög skemmtilegt og það sem stóð á miðunum fyrir hvern dag var allt frá því að baka smákökur saman í að fara saman á skauta. Ef ykkur vantar hugmyndir að samverustundum til að setja í svona dagatal þá var ég til dæmis með þessar hugmyndir að samveru; skreyta piparkökuhús, spilakvöld, horfa saman á jólamynd, fara út og búa til snjókarl, pakka inn jólagjöfum, búa til jólakort, gera jólagóðverk, syngja saman jólalög, jólaföndur, fara út á sleða, hlusta á jólasögu. Mjög skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.

Þessi glimmer hreindýr eru í miklu uppáhaldi hjá mér, fékk þau í Ilva á Korputorgi.

IMG_0217.JPG

Einn af gluggunum í stofunni hjá mér:

img_5418

Ég skreyti líka á baðherberginu, en það er fátt notalegra en að fara í heitt bað með fullt af kertaljósum í kring á aðventunni.

img_5330Þið eigið eftir að sjá að ég geri mjög mikið af bökkum fullum af kertum á aðventunni. Og já ég elska hreindýr!

img_7356

Þennan bakka setti ég saman úr nokkrum jólagjöfum sem ég (ok við) fengum í jólagjöf í fyrra. Með bökkum er hægt er að búa til allskonar útfærslur og nýta það sem maður á til að gera jólalegt og fínt.

img_1182

Jólatréð og kertaarininn í sparifötunum.

img_7355

Gamalt og nýtt á jólunum

img_7352

img_7353

Ég vona að þið hafið haft gaman að því að sjá smá frá mínum jólum, ég hlakka mjög mikið til að sýna ykkur meira og hvað ég mun gera fyrir jólin í ár.

Ætli það verði svona mikill snjór í ár?

img_7349

undirskrift-bjargey

2 thoughts on “Jólin mín, hvít og fín

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s