Hugmyndir að hollu nesti

IMG_6573 (2)

Nú er skólinn byrjaður hjá krökkunum og lífið að komast í sína venjulegu rútínu. Krakkarnir þurfa nesti í skólann þó þau fái heitan mat í hádeginu og ég tek líka með mér nesti í vinnuna þar sem ég bý ekki við þann lúxus að hafa aðgang að mötuneyti.

Ég hef því mikið verið að spá í hugmyndum að hollu nesti en það þarf auðvitað líka að vera bragðgott og frekar einfalt að útbúa það.

Hérna eru tvær hugmyndir að nesti sem hentar vel í hádegismat.

Klettasalat með hráskinku og mozzarella

IMG_6579 (2)

Setjið klettasalat í box, hráskinku, kirsuberjatómata, mozzarellaost í þunnum sneiðum og ferskan parmesan. Tilbúið á 2 mínútum!

Vefjur með avókadó og kasjúhnetusósu

IMG_6569 (2)

Þessar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Brakandi ferskar og þæginlegar í nestisboxið. Gott að nota afgangs kjúkling og nýta það sem er til í ísskápnum.

Uppskrift og aðferð hér:
Vefjur með avókadó og hnetusósu

IMG_6559 (2)

Það er líka mjög gott að gera ráð fyrir millibita þegar maður er að útbúa nesti fyrir daginn, það minnkar líkur á skyndilegri löngun í eitthvað sætt!

Ávextir og grænmeti í boxi eru snilld, gott að skera niður í bita.

IMG_6585 (2)

Blanda saman möndlum, cashew hnetum og trönuberjum er sælgæti saman:

IMG_6581 (2)

Dagurinn er bara svo miklu betri ef maður borðar hollt. Næringin skiptir svo miklu máli fyrir orkuna okkar og einbeitingu.

IMG_6573 (2)

Í vikunni mun ég svo deila með ykkur fleiri hugmyndum að nesti, dásamlegum granóla bar og góðum þeyting sem þæginlegt er að taka með.

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s