Heima er best

 

IMG_6405 (2)

Sumarið okkar er búið að vera alveg dásamlegt. Við erum búin að ferðast heilan helling, fara í sumarbústaðinn, slaka á í garðinum, veiða, fara í milljón sundferðir og nokkra ísbíltúra, fara of oft í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn (haha) og vinna í húsinu, setja nýtt teppi á stigann og parketleggja efri hæðina (reyndar í enn í vinnslu). Við fórum til Þýskalands og Frakklands í byrjun júlí og fórum á fótboltaleikinn Ísland-Frakkland í París, myndir frá þeirri ferð eru hér: EM ævintýrið okkar

Í júlí fórum við hjónin svo í draumaferð til Parísar og Dinard í Frakklandi, en góðir vinir okkar voru að gifta sig þar og við fórum í viku frí og nutum sólarinnar í Dinard. Meira frá þeirri ferð er hér: Draumaferð til Dinard

IMG_6403 (2)

En núna eru ferðalögin búin í bili og við erum komin heim og tilbúin að taka á móti haustinu. Heima er alltaf best. Ég elska að ferðast, skoða heiminn, sjá eitthvað nýtt, vera í sólinni og njóta – en heima líður mér samt alltaf langbest. Það er bara eitthvað við heimilið sem gefur mér þessa hugarró, stað til að slaka á, búa til minningar.

IMG_6425 (2)

Garðurinn er ennþá grænn og fínn, en ég finn að haustið er handan við hornið. En það er líka góður tími, kveikja á kertum og búa sig undir veturinn.

IMG_6414 (2)

Nú þegar ég fer að hafa meiri tíma til að elda og baka mun ég gefa ykkur fleiri uppskriftir og hugmyndir í matargerð. Ég hreinlega nenni ekki að elda á sumrin! Það er bara ekki tími…..ég er svo upptekin af því að njóta og leika úti í sólinni að ég hendi í mesta lagi einhverju á grillið, annars hafa samlokur og boozt verið annsi oft á matseðlinum í sumar. Og það er bara í góðu lagi, sumarið á að vera tími til að njóta og vera í fríi.

IMG_6339

Heima brunch sem ég bauð vinkonu í um daginn. Súrdeigsbrauð, grænt pestó og hummus úr Kruðerí, annað heimagert haha! Ég meina ég sauð þessi egg sjálf og skar niður gúrku.

IMG_6435 (2)

Já það er fátt sem boðar haustið jafn mikið og nýji IKEA bæklingurinn. Alltaf jafn gaman að skoða hann og spá og spekúlera. Oft mjög góðar hugmyndir fyrir heimilið.

IMG_6432 (2).JPG

Svona er stofan okkar í haustlitunum. Ég er nýbúin að fá mér nokkrar plöntur til að fríska upp á stofuna, ég elska allt grænt.

IMG_6403 (2)

IMG_6409 (2).JPG

Mér finnst alltaf svolítið erfitt að kveðja sumarið, það er minn allra besti árstími. En ég tek haustinu fagnandi því þá veit ég að það er stutt í jólin og þá fer ég á flug! Bíðið bara, ég mun byrja að sýna ykkur eitthvað í jólaundirbúningi í október.

Ykkar Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s