
Við hjónin fórum í barnlausa draumaferð til Dinard í Frakklandi núna í júlí. Okkur var boðið í brúðkaup hjá góðum vinum sem ákváðu að gifta sig á þessum undurfagra stað og við ákváðum að gera góða ferð úr þessu ævintýri og fórum í vikuferð.
Fegurðin á þessum stað er engri lík. Við áttum ekki til orð þegar við komum þangað, þetta er eins og í einhverjum draumaheimi eða bíómynd, nema að þetta er raunverulegur staður!
Við nutum lífins á ströndinni og í hótelgarðinum okkar, slökuðum á og fórum í gönguferðir. Hvert sem litið er í Dinard eru falleg blóm og tré, algjör ævintýraheimur.
Svo eru ávextir bara alltaf grinilegri í útlöndum!
Hótelið sem við gistum á var virkilega flott, heitir Grand Barriere. Það var mjög ljúft að sóla sig í þessum fallega garði.
Brúðkaupið var haldið í franskri villu, ekki nema 19 svefnherbergi og 3 eldhús! Ég myndi nú segja að þetta sé bara kastali!
Hér er mynd af kastalanum sem ég tók í einni gönguferðinni okkar:
Og hér getið þið séð hann í nærmynd:
Hversu flott!
Og öll fallegu blómin….
Ég held að ég hafi bara aldrei heillast jafn mikið af einum stað eins og Dinard.
Ég gæti alveg örugglega gert sér póst um alla frábæru veitingastaðina í Dinard en ég læt það nægja að segja ykkur frá því að þeir voru hver öðrum betri. Frakkar eru snillingar í matargerð og allstaðar var hægt að fá sælkera mat.
Við áttum okkur samt einn uppáhaldsstað sem heitir Gastor Bellux. Maturinn var snilld og hann var svona skemmtilega öðruvísi innréttaður.
Það verður að segjast að fyrir þriggja barna foreldra er það alveg endurnærandi að taka svona frí saman. Í heila viku að geta borðað saman og spjallað án þess að aðstoða krakkana, elda, ganga frá, versla inn…og ef við höldum áfram að geta sofið út, slakað á í sólbaði, lesið bækur, farið í gönguferðir og bara sleppt öllu daglegu amstri. Draumur!
Hér erum við í brúðkaupsveislunni. Það var fallegt útsýnið frá kastalanum!
Ég gæti alveg vanist því að slaka á við strendur Frakklands með þetta útsýni.
Við skruppum líka í dagsferð til Mont Saint Michel sem er lítil eyja út frá Normandi héraði við norðurströnd Frakklands. Kirkjur og klaustur þekja eyjuna alla og undir byggingum á eyjunni eru lög af fornum kirkjum sem byggðar voru frá 11.öld.
Ævintýri líkast að koma þangað.
Að lokum læt ég fylgja eina fallega mynd frá Dinard….og læt mig dreyma um ferðir þangað í framtíðinni!
Eða tvær því ekki er hægt að sleppa þessari fallegu mynd frá sólsetrinu
One thought on “Draumaferð til Dinard”