Hugmyndir fyrir eldhúsið

IMG_4993

Í dag byrjaði ég á tiltekt í eldhúsinu. Ég fer yfirleitt tvisvar á ári í allsherjar eldhús tiltekt, á vorin og fyrir jólin. Þá tek ég út úr öllum skápum, þríf þá, hendi óþarfa, losa mig við dót sem ekki hefur verið notað og raða uppá nýtt.

Það sparar mikinn tíma að hafa skápa og skúffur vel skipulagðar og lausar við óþarfa.

IMG_4997

Á morgun sýni ég ykkur myndir úr mínu eldhúsi þegar ég er búin að skipuleggja og taka til en núna ætla ég að sýna ykkur myndir af Pinterest þar sem ég sæki mér innblástur.

IMG_4992

Litríkt og fallegt. Ég er mjög hrifin af því þegar eldhúsáhöld fá að njóta sín, það þarf ekki að fela allt á bakvið skápahurðar.

IMG_4991

Falleg viskastykki mega líka njóta sín og flottar körfur sem fást allstaðar um þessar mundir eru sniðugar undir þau.

IMG_4994

Bakkar eru mikil snilld í eldhúsið og hægt að leika sér með uppröðun á þá endalaust.

IMG_4995

Glerkrukkur fyrir pasta, baunir, bökunarvörur, hnetur, fræ og bara allt sem manni dettur í hug! Burt með ljótu pappakassana og plastið, setja allt í krukku. Dásamlegt.

IMG_4998

Opnar hillur þar sem hlutirnir fá að njóta sín.

IMG_4989

Fleiri fallegar krukkur og smart uppröðun. Sniðugar körfur fyrir laukinn og ávextina.

IMG_4996

Og ein í lokin af dásamlegri borðstofu eða eldhúskrók. Vona að þið hafið fengið góðar hugmyndir að skipulagi með þessum pósti, hlakka til að sýna ykkur meira á morgun.

Bjargey

 

Allar myndir í þessari færslu eru af Pinterest.

One thought on “Hugmyndir fyrir eldhúsið

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s