Draumar og lífið sjálft

IMG_3473 (2)

Þetta fallega skilti fór upp á vegg hjá mér síðustu helgi. Ég hafði séð það í Hagkaup fyrir nokkrum vikum og fannst það æði, en fannst nú óþarfi að vera eyða í einhvern óþarfa í þeirri búðarferð. En ég hugsaði oft um það og svo átti ég leið í Hagkaup fyrir síðustu helgi, var nú bara á hlaupum og ætlaði að kippa með mér einu boxi af salatbarnum en þá var allt á 40% afslætti í búðinni! Ég bara varð að athuga hvort skiltið væri ennþá til….og jú það beið bara eftir mér, nánast eitt og yfirgefið þar sem hinar vörurnar höfðu greinilega rokið út á afslættinum.

IMG_3479 (2)

Ég gekk um allt húsið til að finna góðan stað fyrir það en endaði bara á því að setja það upp í stofunni. Það passar bara ljómandi vel við hliðina á nýja glerskápnum okkar. Hann er búinn að vera lengi á óskalistanum, en síðan við fluttum fyrir fjórum árum hefur sparistellið okkar verið inni í þvottahúsi! Það var bara eina plássið og góðir hlutir gerast hægt. En nú er stellið komið inn í fína IKEA skápinn í borðstofunni. Ótrúlega ánægð með skápinn og skiltið auðvitað 🙂

Það er nú bara þannig að þetta skilti er mjög mikið ÉG. Ef einhver er með meistaragráðu í draumum þá er það ég! Ég hef alltaf verið svona, mikil dagdrauma manneskja. Og ég hef lært það í þessu dásamlega lífi að draumar rætast ef þú trúir á þá!

IMG_3483 (2)

Þegar ég vaknaði þennan sunnudagsmorgun höfðu dætur mínar farið út í garð og týnt þessar fallegu páskaliljur handa mér og sett í uppáhaldsvasann minn og skrifað þessu fallegu kort til mín. Dagurinn getur bara ekki byrjað betur!

IMG_3475 (2)

Það var jú mæðradagurinn. En ég hef alltaf sagt það að ég hef unnið þann stóra í lottó þegar þessi dásamlegu börn mín völdu að koma inn í mitt líf. Því daginn sem ég varð mamma breyttist allt. Lífið fær einhvernveginn allt annan tilgang. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að verða mamma. Það er ekki sjálfgefið og ég hef alltaf verið mjög meðvituð um það. Ég á góðar vinkonur og kunningjakonur sem ekki hafa getað eignast börn og mér finnst það alveg ótrúlega ósanngjarnt.

PicCollage

Þetta hlutverk getur samt verið alveg ótrúlega flókið. Í fyrsta lagi þarf maður að geta gert milljón hluti í einu eftir að maður eignast börn. Hvaða mamma kannast ekki við það að vera elda matinn, hlusta á heimalestur, baka fyrir bekkjarkvöld, taka úr vélinni, skrifa á innkaupalista og lúsakemba á sama tíma þar sem átjándi pósturinn þá vikuna um lús var að koma frá skólanum.

Mæðradagurinn var eiginlega svolítið þannig hjá mér. Minn elskulegi eiginmaður var að vinna (sunnudagar eru ekki frídagar í hans huga heldur fyrsti dagurinn í nýrri vinnuviku….say no more…en hann setti saman glerskápinn áður en hann fór að vinna svo hann var löglega afsakaður haha) en þar af leiðandi var ég við stjórnvöllinn heima eins og vanalega. Og ég var að hafa ofan af fyrir þeim yngsta á meðan ég hjálpaði miðjunni að skrifa sögu fyrir skólann, elda matinn og hjálpa þeirri elstu að læra fyrir próf. Á meðan þurfti ég auðvitað að klára að þvo þvott fyrir komandi viku. Skrá þurfti plan fyrir næstu tvær vikurnar, bekkjarskemmtanir, fótboltaleikir, tónleikar, afmælisveislur, leikskólaútskrift, skólaheimsókn, foreldrafundir og panta klippingu fyrir 2/3 af börnunum. Já þetta er meira en 100% starf!

Það eru engar pásur eða lögbundnir frídagar í móðurhlutverkinu. Að fara einn á klósettið telst til frítíma þegar maður er orðin mamma. Það ættu reyndar að vera mömmufrídagar eða það finnst mér. Ég sagði nú einu sinni í gríni við manninn minn að mér finndist frekar ósanngjarnt að þurfa skilja til að fá pabbahelgar hahaha! Svo ég ákvað að skilja ekki heldur taka mér eina pabbahelgi á ári þar sem hann fer út úr bænum með krakkana og ég er í fríi á meðan 🙂 Mæli með því!

En í fullri alvöru þá er þetta besta starf í heimi. Það jafnast ekkert á við að fá blauta slefkossa frá krílinu sínu, bros og faðmleg frá barninu sínu þegar maður kemur að sækja á leikskólann eða kaldar tásur sem troða sér undir mömmusæng. Þetta augnablik þegar barnið manns horfir í augum á manni og segir allt í einu “mamma ég elska þig” – það er bara ekkert í lífinu sem toppar það.

IMG_3483 (2)

Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s