Star Wars herbergi

IMG_3612 (2)

Sonur minn sem er nýorðinn 6 ára er mikill Star Wars aðdáandi. Þegar hann hélt uppá afmælið sitt var hann með Star Wars þema og hann leikur sér aðallega með Star Wars kallana sína og Star Wars Lego.

Þannig að þegar ég ákvað að hressa uppá herbergið hans og mála það kom ekkert annað til greina hjá mínum manni en að fá Star Wars herbergi. Svo ég ákvað að nota bæði svarta og hvíta málningu og búa til smá Star Wars stemmingu.

IMG_3590 (2)

Þessar hrikalega flottu Star Wars myndir keypti ég hjá Sker hönnunarhús en þær eru íslensk hönnun eftir Rakel Ólafsdóttur. Hillan og litla borðið er úr IKEA.

IMG_3556 (2)

IMG_3579

Hann er ótrúlega ánægður með herbergið núna og hefur varla sést síðustu daga þar sem hann er upptekinn í Star Wars leik.

Star Wars rúmfötin eru úr Rúmfatalagernum og lampinn er keyptur í Hrím.

IMG_3565 (2)

Þessir eru flottir:

IMG_3559

IMG_3564 (2)

Ég er persónulega ekkert hrædd við að nota svarta málningu, mér finnst hún bara töff! Þessi heitir Raven og er frá Slippfélaginu og ég notaði Málarahvítt á hvítu veggina.

IMG_3590 (2)

Takk fyrir innlitið!

and may the force be with you….

Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s