Mömmudekur

IMG_3392

Ég er ein af þeim mömmum sem passa alltaf uppá að börnin eigi það sem þau þurfa á að halda og gleymi stundum alveg sjálfri mér. Að vissu leyti held ég að þetta komi sjálfkrafa með móðurhlutverkinu, ábyrgðartilfinningin. Að barnið upplifi öryggi, hlýju og hafi allt sem það þarfnast til að vaxa og dafna.

En svo veit ég það líka alveg sjálf að til þess að vera góð mamma og geta gefið börnunum allt það sem þau þurfa á að halda þá verð ég að sinna sjálfri mér líka. Mér finnst mjög gott að fá stundum tíma fyrir sjálfa mig, skreppa ein í göngutúr, sund eða á kaffihús að kíkja í nokkur blöð.

Ég hef aldrei átt mikið af snyrtivörum, það hefur bara ekki verið á forgangslista hjá mér. Púður, maskari og gloss hefur dugað mér í mörg ár. En vá hvað mér finnst gaman að kaupa mér nýjar snyrtivörur! Ef ég hefði ótakmarkað fjármagn í það væri ég örugglega með heilt snyrtiherbergi heima hjá mér haha!

Sumargjöfin frá mér til mín í ár var nýtt snyrtidót. Ég fékk mér Skin farða frá Bobbi Brown, púðurfarða og BB krem en það er með SPF 35 svo það hentar mér mjög vel þar sem ég hef ljósa húð og brenn auðveldlega! Dásamlegar vörur, búin að leita lengi að léttum farða og þessi hentar mér mjög vel.

IMG_3360 (2).JPG

En svo er það nú líka þannig að þegar maður er ekkert alltaf að kaupa sér eitthvað nýtt þá er svo gaman þegar maður gerir það. Ég er allavega alveg í skýjunum með þetta nýja snyrtidót. Ég gleðst líka yfir þessum hversdaglegu hlutum og það þarf ekki mikið til að gleðja mig eftir langan dag, ber með rjóma og súkkulaði eru gott dæmi um það.

IMG_3401 (1)

Ég setti þessa mynd á facebook hjá mér um daginn, en mér fannst hún lýsandi yfir það hvað þessir hversdagslegu hlutir geta haft mikil áhrif á það hvernig manni líður. Ég var bara frekar þreytt ef ég á að vera hreinskilin, búin að vera mikið ein með krakkana þar sem maðurinn minn vinnur á öllum tímum sólarhringsins, en dagurinn var eitthvað svo fullkominn, bara eins og hann var. Elska nýju Ecco Soft skóna mína, H&H kom í pósti, fékk mér nýja plöntu, hlustaði á heimalestur og fékk mér ber með rjóma í kvöldmat þar sem ég hafði enga orku til að elda! Fullkominn dagur.

IMG_3324 (1)

Þið elsku mömmur þarna úti sem lesið bloggið mitt, munið að gera stundum eitthvað sérstakt bara fyrir ykkur. Það gefur manni svo mikið, smá mömmudekur.

Undirskrift Bjargey

Allar vörur sem voru sýndar í þessari færslu voru keyptar af mér sjálfri nema girnilega súkkulaðið sem elskulegur eiginmaður minn færði mér að gjöf.

4 thoughts on “Mömmudekur