Grillmarkaðurinn

Minn allra uppáhaldsstaður á Íslandi er Grillmarkaðurinn. Ég hreinlega elska matinn þeirra og framsetninguna. Við skötuhjúin fórum þangað í gærkvöldi á stefnumót og það var æðislegt í alla staði. Ætla að deila með ykkur nokkrum myndum.

IMG_3361

Í forrétt fengum við okkur grilluðu kjúklingavængina sem eru marineraðir í ostrusósu og með hnetusmjöri, þeim fylgdi Grillmarkaðs poppkorn. Sjúklega góðir!

IMG_3367

Hann fékk sér kolagrillaða lambakórónu sem rann ljúflega niður.

IMG_3378

Ég fékk mér kolagrillaðan humar í kampavínssósu sem er besti humarréttur sem ég hef smakkað á veitingastað! Klikkar aldrei, fæ mér hann yfirleitt þegar ég fer á Grillmarkaðinn.

IMG_3374

Í eftirrétt fengum við okkur þessa dásamlegu súkkulaðikúlu með rjómaostakremi, kaffiís og karamellusósu. Dásemd!
Fullkominn endir á þessu frábæra kvöldi.

Undirskrift Bjargey

Best að taka það fram að þessi færsla er ekki í neinu samstarfi við Grillmarkaðinn og við greiddum fyrir allan matinn sjálf. Einungis mín skoðun á þessum frábæra stað!

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s