Gleðilegt sumar!

Nú er komið að því, sumardagurinn fyrsti á morgun og við getum formlega kvatt veturinn! Ég mun ekki sakna hans skal ég segja ykkur! Ég tek á móti sumrinu full eftirvæntingar, en ég veit að þetta sumar verður yndislegt!

Í tilefni sumarsins ætla ég að deila með ykkur nokkrum hugmyndum að því hvað mér finnst skemmtilegt að gera með krökkunum um helgar og í sumarfríinu.

IMG_3099

Veiða síli og vaða!

Það eina sem þú þarft er háfur, fæst í Tiger á 200 kall! Svo er bara að fara að einhverju vatni og reyna að fiska! Hérna eru krakkarnir mínir að veiða síli í Skorradalsvatni, en við förum líka mikið að veiða síli í Hvaleyrarvatni sem er bara í Hafnarfirði svo það er mjög þæginlegt að skreppa þangað í dagsferðir.

IMG_3100

IMG_3098

IMG_3101

Dýragarðurinn í Slakka

IMG_3112 (1)

Við förum á hverju sumri í Dýragarðinn í Slakka. Krakkarnir elska þennan stað, finnst svo gaman að fá að halda á og klappa dýrunum. Það er líka þæginlegt að garðurinn er bæði inni og úti og veitingastaður til staðar. Við erum yfirleitt allan daginn þarna þegar við förum, krakkarnir myndu vilja búa þarna ef þau mættu!

IMG_3114 (1)

IMG_3113 (1)

IMG_3111

IMG_3110

Fjöruferðir

IMG_3094

Það er alltaf gaman að kíkja í fjöruferð, tína skeljar, steina og finna krabba!

IMG_3095

Rólóferðir

IMG_3125

Rólóferðir eru alltaf vinsælar. Líka í rigningu! Bara skella sér í pollagallann og fara út að leika. Það er svo þæginlegt að hafa rólóvelli út um allt, gaman að kíka á leikskólalóðir í öðrum hverfum um helgar og leyfa krökkunum að leika sér á nýjum velli.

IMG_3128

IMG_3129

IMG_3130

Svo er líka hægt að sulla meira með vatni með garðslöngunni heima!

IMG_3126

Búa til flugdreka

1395943_10153063364557874_8839065372481123869_n

Síðasta sumar bjuggu krakkarnir til flugdreka á Bókasafni Kópavogs, en þar var sýnikennsla og efni til að gera sinn eigin flugdreka. Þeim þótti þetta mjög skemmtilegt og léku sér mikið með flugdrekana.

Nauthólsvík

IMG_3220

Það er alltaf gaman að skreppa í Nauthólsvík á sumrin. Það er auðvitað lang skemmtilegast þegar veðrið er gott. En við elskum að skreppa þangað, leika í sandinum, vaða, kíkja í pottinn og grilla pylsur.

IMG_3219

IMG_3218

IMG_3217

Ég hef svo mikið af hugmyndum til að deila með ykkur að ég mun gera fleiri svona hugmyndapósta á næstunni. Læt þetta duga í bili en vona að þið hafið fengið einhverjar hugmyndir að skemmtilegum hlutum að gera með krökkunum í sumar.

Svo er bara hægt að klifra í trjám!

IMG_3221 (1)

Gleðilegt sumar

ykkar

Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s