Sól og sæla um helgina

Veðrið var svo frábært um helgina að það var ekki annað hægt en að komast í sumarskap. Ég er svo mikið sumarbarn, elska sólina, hita, blóm, ferðalög, grill….bara allt þetta góða sem fylgir sumrinu. Og útiveran finnst mér svo yndisleg, ekki að maður geti ekki verið úti á veturna, það er bara allt svo miklu skemmtilegra þegar veðrið er gott!

Krakkarnir eru að elska þetta veður eins og ég og við eyddum helginni mestmegnis úti í garði fyrir utan einn hjólatúr í Nauthólsvík.

Trampólínið er mikið notað!

IMG_2680

Sumarstelpan mín sæt og fín í nýjum sumarkjól úr Zöru

IMG_2947

Og töffarinn á hjólabrettinu í sumarbol frá Molo

IMG_2948

Ég var sjálf bara slök í sólbaði á pallinum.

IMG_2885

Og þar sem það var sunnudagur fengum við okkur himneskt eplapæ með ís….set inn uppskriftina af því við gott tækifæri 🙂

IMG_2997 (3)

Ég endaði svo þessa yndislegu helgi á kvöldgöngu um Kársnesið. Sólsetrið var ótrúlega fallegt, ég notaði engan filter á þessa mynd, bara sólarlagið sjálft sem gaf þessa fallegu liti.

IMG_2942

Það er á svona stundum sem ég fyllist þakklæti fyrir lífið sjálft. Þakklæti fyrir það að búa á þessu fallega landi og geta notið þessarar náttúru á hverjum degi. Þakklát fyrir að börnin mín geta leikið sér úti áhyggjulaus. Það er ekki sjálfgefið.

Takk fyrir mig

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s